fbpx
Mánudagur 12.janúar 2026
Pressan

Skildi fimm ára son sinn eftir á leikskólanum – „Ég vil ekki hafa hann“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. júlí 2022 21:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir Kínverjar eru ævareiðir eftir að fréttir voru fluttar af litlum dreng sem var skilinn eftir á leikskólanum sínum með þeim orðum frá föður hans að hann vildi ekki hafa hann lengur.

Maðurinn kom með drenginn á leikskólann og skildi hann þar eftir með bakpoka sem innihélt föt til skiptanna og farsíma. Drengurinn var aldrei sóttur. South China Morning Post skýrir frá þessu.

Leikskólakennarar höfðu samband við foreldra drengsins og aðra ættingja. Foreldrarnir neituðu að sækja drenginn og sagði faðirinn að faðernispróf hefði leitt í ljós að hann væri ekki líffræðilegur faðir hans. Af þeim sökum vildi hann ekki fá drenginn aftur og sagði að nú væri hann á ábyrgð leikskólans.

Þegar einn leikskólakennaranna fór heim til fjölskyldunnar var húsið tómt og nú er ekki vitað hvar foreldrarnir eru.

Lögreglan var beðin um aðstoð og hafði hún samband við afa drengsins og frænda. Þeir neituðu einnig að taka við honum.

Kínverska útvarpsstöðin Nanning Radio segir að reiknað sé með að móðir drengsins sæki hann á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Íslandsvinurinn segir frægðina næstum hafa gert sig að fífli

Íslandsvinurinn segir frægðina næstum hafa gert sig að fífli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Björninn hefur loksins yfirgefið bygginguna – Þökk sé óvenjulegri aðferð

Björninn hefur loksins yfirgefið bygginguna – Þökk sé óvenjulegri aðferð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Búkmorðinginn“ játar sök í 50 ára gömlu morðmáli

„Búkmorðinginn“ játar sök í 50 ára gömlu morðmáli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk 14 ára fangelsi fyrir að selja sjálfmorðslyf

Fékk 14 ára fangelsi fyrir að selja sjálfmorðslyf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja