fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Pressan

Skildi fimm ára son sinn eftir á leikskólanum – „Ég vil ekki hafa hann“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. júlí 2022 21:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir Kínverjar eru ævareiðir eftir að fréttir voru fluttar af litlum dreng sem var skilinn eftir á leikskólanum sínum með þeim orðum frá föður hans að hann vildi ekki hafa hann lengur.

Maðurinn kom með drenginn á leikskólann og skildi hann þar eftir með bakpoka sem innihélt föt til skiptanna og farsíma. Drengurinn var aldrei sóttur. South China Morning Post skýrir frá þessu.

Leikskólakennarar höfðu samband við foreldra drengsins og aðra ættingja. Foreldrarnir neituðu að sækja drenginn og sagði faðirinn að faðernispróf hefði leitt í ljós að hann væri ekki líffræðilegur faðir hans. Af þeim sökum vildi hann ekki fá drenginn aftur og sagði að nú væri hann á ábyrgð leikskólans.

Þegar einn leikskólakennaranna fór heim til fjölskyldunnar var húsið tómt og nú er ekki vitað hvar foreldrarnir eru.

Lögreglan var beðin um aðstoð og hafði hún samband við afa drengsins og frænda. Þeir neituðu einnig að taka við honum.

Kínverska útvarpsstöðin Nanning Radio segir að reiknað sé með að móðir drengsins sæki hann á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segist hafa verið peð í hylmingu lögreglu og leitar réttar síns

Segist hafa verið peð í hylmingu lögreglu og leitar réttar síns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafok í netheimum því kona lauk doktorsnámi í stað þess að unga út börnum – „Njóttu kattanna þinna“

Fjaðrafok í netheimum því kona lauk doktorsnámi í stað þess að unga út börnum – „Njóttu kattanna þinna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“
Pressan
Fyrir 6 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra