fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Vísindin staðfesta að það er hægt að vera „hangry“

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 24. júlí 2022 10:45

Þessi eru líklega hangry. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar styðja að það sé vel hægt að vera „hangry“. En hvað er „hangry“ spyrja sumir eflaust.

Hangry“ hefur verið notað yfir það þegar fólk er reitt og pirrað vegna þess að það er svangt.

Í fréttatilkynningu frá Anglia Ruskin háskólanum kemur fram að niðurstöður nýrrar rannsóknar sýni að það sé vel hægt að vera „hangry“. Videnskab skýrir frá þessu.

Fram kemur að 64 fullorðnir hafi tekið þátt í rannsókninni sem stóð yfir í 21 dag. Þátttakendurnir áttu að svara spurningum, fimm sinnum á dag, um hversu svangir þeir voru og tilfinningar þeirra á sama tíma.

Niðurstaðan var að hægt var að tengja svengd við 37% tilfella pirrings, 34% tilfella reiði og 38% tilfella lítillar nautnar.

Viren Svami, prófessor í félagssálfræði við Anglia Ruskin háskólann og aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði að það sé gott að tilfinningin að vera „hangry“ sé nú komin á hið vísindalega landakort. „Rannsóknir benda til að það að geta sett merkimiða á tilfinningu hjálpi fólki að hafa stjórn á þeirri tilfinningu. Af þeim sökum geti aukin meðvitund um það að vera „hangry“ dregið úr líkunum á að svengd hafi neikvæð áhrif á tilfinningar og hegðun,“ sagði hún.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Emotion.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“