fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Vísindin staðfesta að það er hægt að vera „hangry“

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 24. júlí 2022 10:45

Þessi eru líklega hangry. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar styðja að það sé vel hægt að vera „hangry“. En hvað er „hangry“ spyrja sumir eflaust.

Hangry“ hefur verið notað yfir það þegar fólk er reitt og pirrað vegna þess að það er svangt.

Í fréttatilkynningu frá Anglia Ruskin háskólanum kemur fram að niðurstöður nýrrar rannsóknar sýni að það sé vel hægt að vera „hangry“. Videnskab skýrir frá þessu.

Fram kemur að 64 fullorðnir hafi tekið þátt í rannsókninni sem stóð yfir í 21 dag. Þátttakendurnir áttu að svara spurningum, fimm sinnum á dag, um hversu svangir þeir voru og tilfinningar þeirra á sama tíma.

Niðurstaðan var að hægt var að tengja svengd við 37% tilfella pirrings, 34% tilfella reiði og 38% tilfella lítillar nautnar.

Viren Svami, prófessor í félagssálfræði við Anglia Ruskin háskólann og aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði að það sé gott að tilfinningin að vera „hangry“ sé nú komin á hið vísindalega landakort. „Rannsóknir benda til að það að geta sett merkimiða á tilfinningu hjálpi fólki að hafa stjórn á þeirri tilfinningu. Af þeim sökum geti aukin meðvitund um það að vera „hangry“ dregið úr líkunum á að svengd hafi neikvæð áhrif á tilfinningar og hegðun,“ sagði hún.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Emotion.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum