fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Eyjan

Tony Blair segir að heimurinn standi á tímamótum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. júlí 2022 16:30

Tony Blair. Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, telur að Kína og Rússland séu að taka yfir sem stórveldi og þar með ýti þau Vesturlöndum til hliðar.

Hann segir að stríðið í Úkraínu sýni að yfirráðum Vesturlanda sé að ljúka en Kína sé í sókn og sé að tryggja sér stöðu sem stórveldi í samvinnu við Rússland.

Þetta kom fram í ræðu sem Blair flutti á ráðstefnu um öryggismál, sem fór fram í Ditchley Park nærri Lundúnum á laugardaginn. Ræðan ber fyrirsögnina: „Eftir Úkraínu: Hvað geta vestrænir leiðtogar lært?“

Hann sagði að heimurinn standi á krossgötum. Það megi líkja stöðunni núna við lok síðari heimsstyrjaldarinnar eða hrun Sovétríkjanna. En að þessu sinni séu Vesturlönd ekki að fara að styrkja stöðu sína. „Við nálgumst endalok yfirburða Vesturlanda á pólitíska og efnahagslega sviðinu,“ sagði hann.

Hann sagði að stærsta landfræðipólitíska áskorunin á öldinni sé vegna Kína, ekki Rússlands. Hann segir að stríðið í Úkraínu hafi sýnst að Vesturlönd geti ekki treyst því að Kína bregðist við á „hátt sem okkur finnst skynsamlegur“.

Hann sagði einnig að Vesturlönd eigi ekki að láta það gerast að Kína taki fram úr þeim hernaðarlega. Þau verði að auka útgjöld sín til varnarmála og viðhalda hernaðarlegum yfirburðum sínum. Bandaríkin og bandamenn þeirra verði að vera undir það búin að geta tekist á við og haft betur í öllum þeim deilum eða átökum sem upp kunna að koma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: SA reyna að slá ryki í augu fólks – skammast sín samt pínulítið

Orðið á götunni: SA reyna að slá ryki í augu fólks – skammast sín samt pínulítið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Lýðræðið snýst ekki bara um leikreglur heldur líka gildi einstaklinganna – popúlisminn er ógn

Þorgerður Katrín: Lýðræðið snýst ekki bara um leikreglur heldur líka gildi einstaklinganna – popúlisminn er ógn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flækjusaga af rugluðu regluverki

Sigmundur Ernir skrifar: Flækjusaga af rugluðu regluverki
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ráðherra afboðar þátttöku á haustfundi SVEIT eftir áskorun Eflingar

Ráðherra afboðar þátttöku á haustfundi SVEIT eftir áskorun Eflingar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvernig tæki Kjartan fjármál föstum tökum? Glímuskjálfti einkennir minnihlutann í borginni

Orðið á götunni: Hvernig tæki Kjartan fjármál föstum tökum? Glímuskjálfti einkennir minnihlutann í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að geta bara gert eitt í einu

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að geta bara gert eitt í einu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áhrifarík þingræða Heiðu – „Sagðist hafa íhugað sjálfsvíg kvöldið áður“

Áhrifarík þingræða Heiðu – „Sagðist hafa íhugað sjálfsvíg kvöldið áður“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Lilju berst stuðningur úr óvæntri átt – hefnd og sögulegar sættir?

Orðið á götunni: Lilju berst stuðningur úr óvæntri átt – hefnd og sögulegar sættir?