fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Flugstjóri á skilorði virðist hafa verið sendur í leyfi vegna fréttar DV – Settur á vinnuplan í júlí

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 14. júlí 2022 09:38

Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugstjóri hjá Icelandair, sem var sakfelldur fyrir ölvunarakstur haustið 2020, hlaut sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm og er á skilorði til 21. október næstkomandi, var settur í leyfi í gær í kjölfar fréttaflutnings DV. Samkvæmt öruggum heimildum var hann skráður sem flugstjóri á vinnuplani í júlí.

Sjá einnig: Flýgur farþegaþotum Icelandair þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Ölvunarakstur leiddi til örkumlunar

Atvikið sem leiddi til fangelsisdóms flugstjórans átti sér stað á aðfaranótt gamlársdags árið 2017. Tveir flugmenn voru þá undir áhrifum áfengis að aka svokölluðum buggy-bíl í Hafnarfirði. Ökumaðurinn, flugstjórinn sem hér um ræðir, missti stjórn á bílnum sem lenti á gangstéttarkanti, fór yfir gangstéttina, lenti á ljósastaur og kastaðist síðan utan í klettavegg áður en hann valt og staðnæmdist á hægri hlið. Ökumaður bílsins slapp tiltölulega lítið meiddur en farþeginn örkumlaðist fyrir lífstíð og getur ekki tjáð sig skilmerkilega í dag. Mun hann aldrei getað unnið aftur og þarf sólarhringsumönnun út ævina. Fyrr í vikunni féll dómur í skaðabótamáli þolanda slyssins gegn VÍS sem skerti bætur hans um 2/3 á grundvelli meðsektar hans, þar sem hann hefði mátt vita að ökumaður bílsins væri undir áhrifum áfengis. Dæmdi Héraðsdómur tryggingafélaginu í vil.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV fór flugstjórinn í nokkurra mánaða leyfi eftir slysið en hóf störf að nýju árið 2018 og hefur verið samfellt við störf sem flugstjóri hjá Icelandair allt þar til hann var settur í leyfi í gær. Haustið 2020 var hann ákærður fyrir brot á 219. grein hegningarlaganna, sem varðar það að valda líkamstjóni annars manns vegna gáleysis. Dómurinn var sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, og tíu mánaða ökuleyfissvipting.

Sjá einnig: Lamaður fyrir lífstíð eftir örlagaríka ökuferð

Í kjölfar fréttaflutnings DV um dómsmál þolandans í slysinu gegn VÍS bárust ábendingar um hvaða flugstjóri hefði ekið bílnum og að hann væri enn við störf hjá Icelandair.

Sjá einnig: Dómur í skaðabótamáli:Hrikalegar afleiðingar af umferðarslysi – Settist upp í bíl með drukknum ökumanni

DV sendi þá fyrirspurn á Ásdísi Ýr Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, óskaði eftir skýringum á því hvers vegna flugstjórinn væri við störf og bað um upplýsingar um hvaða reglur gildi um starfsfólk félagsins sem fái refsidóma og kunni að vera á skilyrði. Einnig var spurt sérstaklega út í möguleg viðurlög gegn flugmönnum sem gerast sekir um ölvunarakstur. Fyrirspurnin var send kl. 12 á hádegi á þriðjudag.

Síðdegis í gær, miðvikudag, hafði fyrirspurninni ekki verið svarað og hafði DV þá samband símleiðis við annan starfsmann á upplýsingasviði Icelandair. Í kjölfar þess símtals var fyrirspurnin uppfærð og send á viðkomandi starfsmann.

Skömmu eftir að frétt DV hafði birst í gær kl. 16:30 barst stutt svar frá Ásdísi og var það orðrétt svohljóðandi:

„Viðkomandi starfsmaður er í leyfi frá störfum. Að öðru leyti getum við ekki tjáð okkur um málefni einstakra starfsmanna.“

DV ítrekaði þá fyrra efni fyrirspurnar sinnar, þ.e. hvaða reglur giltu í tilvikum sem þessum, sem og hvenær starfsmaðurinn hefði farið í leyfi, en þeirri fyrirspurn hefur ekki verið svarað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Í gær

Vísir bregst við athugasemdum – Skiptir mynd af Snorra og syni hans út

Vísir bregst við athugasemdum – Skiptir mynd af Snorra og syni hans út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lesa minna af bókum en áður en þó í næstum klukkutíma á dag

Íslendingar lesa minna af bókum en áður en þó í næstum klukkutíma á dag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“