fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fréttir

Pútín með nýja áróðursaðferð sem byggist á vestrænni hugmynd

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. júlí 2022 06:59

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar, undir forystu Vladímír Pútíns forseta, eru byrjaðir að beita nýrri áróðursaðferð til að reyna að vinna Úkraínumenn á sitt band. Aðferðin er sótt til Vesturlanda.

Þetta snýst um að rússneskar borgir og bæir eru gerðir að vinabæjum úkraínskra bæja og borga. Síðan heita vinabæirnir því að aðstoða við uppbygginguna í Úkraínu og reynt er að grafa undan úkraínskum stjórnvöldum.

Flestir hér á landi kannast eflaust við vinabæjaaðferðina en margir bæir hér á landi eiga sér vinabæi hér og þar um heiminn.

Breska varnarmálaráðuneytið segir að þessi aðferð Rússa hafi byrjað að sjást í lok maí þegar rússnesk yfirvöld lýstu því yfir að St Pétursborg væri vinaborg Maríupól sem Rússar lögðu í rúst áður en þeir náðu henni á sitt vald.

Í kjölfar yfirlýsingarinnar tilkynnti borgarstjórinn í St Pétursborg að borgin myndi aðstoða íbúa Maríupól við endurbyggingu hennar. Þetta telur Ivan Preobrazjensky, stjórnmálaskýrandi hjá Moscow Times, vera aðferð Rússa til að flytja ábyrgðina á enduruppbyggingunni frá stjórnvöldum í Kreml til héraðanna sjálfra. Með þessu séu Rússar að stela hugmyndum Vesturlanda um enduruppbyggingu Úkraínu.

Breskar leyniþjónustustofnanir segja að Rússar reyni að grafa undan úkraínskum stjórnvöldum með því að setja strengjabrúður sínar í embætti borgar- og bæjarstjóra í Úkraínu og með því að auðvelda Úkraínumönnum að fá rússneskan ríkisborgararétt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Guðni: Framsóknarflokkurinn á heljarþröm – „Aldrei staðið jafn vopnlaus og illa á sig kominn“

Guðni: Framsóknarflokkurinn á heljarþröm – „Aldrei staðið jafn vopnlaus og illa á sig kominn“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Dómur fallinn í stóra skiltamáli Ormsson – „Böl verður ekki bætt með því að benda á eitthvað annað“

Dómur fallinn í stóra skiltamáli Ormsson – „Böl verður ekki bætt með því að benda á eitthvað annað“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hildur setur fótinn niður: „Ég fer fram á það að samfélagið hætti að gera lítið úr nemendum mínum“

Hildur setur fótinn niður: „Ég fer fram á það að samfélagið hætti að gera lítið úr nemendum mínum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Greindist loks eftir 23 heimsóknir á heilbrigðisstofnanir – Bundinn við hjólastól en fær engar bætur

Greindist loks eftir 23 heimsóknir á heilbrigðisstofnanir – Bundinn við hjólastól en fær engar bætur
Fréttir
Í gær

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”
Fréttir
Í gær

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“
Fréttir
Í gær

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás
Fréttir
Í gær

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi