fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Varar við BA.5 afbrigði kórónuveirunnar – „Versta afbrigði veirunnar til þessa“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. júlí 2022 06:10

Ómíkronafbrigði kórónuveirunnar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV skýrði frá í gær þá hafa sérfræðingar áhyggjur af nýju undirafbrigði Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta afbrigði nefnist BA.2.75 og hefur verið kallað „Centaurus“ (Kentár). Það greindist fyrst á Indlandi en hefur borist til fleiri landa, þar á meðal í Evrópu. En þessa dagana er það BA.5 afbrigðið sem er í mikilli sókn víða um heim og segir prófessor fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af þessu afbrigði og segir það vera „versta afbrigði veirunnar“ til þessa.

„Centaurus“ afbrigði kórónuveirunnar veldur áhyggjum – Hugsanlega meira smitandi og orsakar alvarlegri veikindi

Kórónuveirufaraldurinn hefur verið í sókn í Evrópu og víðar að undanförnu og reikna má með að tilfellum muni fjölga enn frekar með tilkomu Kentár-afbrigðisins því það er talið vera enn meira smitandi en fyrri afbrigði. Það er betra í að sneiða fram hjá ónæmiskerfi líkamans og er jafnvel talið valda alvarlegri veikindum en önnur afbrigði Ómíkron en það hefur ekki enn verið staðfest.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur áhyggjur af Kentár-afbrigðinu og fylgist með því sem og fleiri afbrigðum veirunnar. Nýlega sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, að heimsfaraldurinn „sé ekki nærri því búinn“. Veiran sæki nú á okkur og við verðum að verjast henni sagði hann. Hann sagðist hafa áhyggjur af að faraldurinn muni á nýjan leik valda miklu álagi á heilbrigðiskerfi og heilbrigðisstarfsfólk og bað ríki heimsins um að grípa til aðgerða gegn veirunni, aðgerða sem hafi sýnt sig að virki, þar á meðal notkun andlitsgrímna og með því að bæta loftræstingu.

Eric Topol, læknir, prófessor og forstjóri Scripps Research Translationa Institute rannsóknarstofnunarinnar, segir í fréttabréfi að BA.5 afbrigðið sé „versta afbrigði veirunnar til þessa“.

CNN fjallaði um málið og bendir á að í fréttabréfinu segi Topol að afbrigðið geti sneitt fram hjá vörnum líkamans og taki faraldurinn upp á næsta stig því það sé meira smitandi en fyrri afbrigði Ómíkron.

Topol telur þó að afbrigðið valdi ekki alvarlegri veikindum en fyrri afbrigði veirunnar en reiknar samt sem áður með að innlögnum á sjúkrahús muni fjölga. „Eitt af því jákvæða í þessu er að afbrigðið virðist ekki hafa fleiri innlagnir á gjörgæslu og andlát í för með sér en fyrri afbrigði en það er samt sem áður ástæða til að hafa áhyggjur,“ sagði hann í viðtali við CNN.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 1 viku

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum