fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

„Centaurus“ afbrigði kórónuveirunnar veldur áhyggjum – Hugsanlega meira smitandi og orsakar alvarlegri veikindi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. júlí 2022 07:20

Ómíkronafbrigði kórónuveirunnar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veirufræðingar hafa áhyggjur af nýju undirafbrigði Ómíkronafbrigðis kórónuveirunnar. Það nefnist „Centaurus“ eða BA.2.75. Vísbendingar eru um að það sé meira smitandi en fyrri afbrigði veirunnar og valdi alvarlegri veikindum.

The Guardian segir að afbrigðið hafi nú þegar greinst í um 10 ríkjum, þar á meðal á Indlandi, Bretlandi, Bandaríkjunum, Ástralíu, Þýskalandi og Kanada.

Afbrigðið greindist fyrst á Indlandi í byrjun maí. Síðan hefur smitum af þess völdum fjölgað mikið þar í landi, hraðar en af völdum BA.5 afbrigðisins sem er mjög smitandi. BA.5 er á góðri leið með að ryðja BA.2 afbrigðinu úr vegi sem útbreiddasta afbrigði veirunnar í mörgum ríkjum.

Evrópska smitsjúkdómastofnunin (ECDC) lýsti því yfir 7. júlí að „fylgst sé með afbrigðinu“ en það þýðir að vísbendingar séu um að það sé hugsanlega meira smitandi en önnur afbrigði og valdi hugsanlega alvarlegri veikindum. En það vantar betri upplýsingar um það og betri greiningu á þeim gögnum sem fyrir liggja.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO fylgist nú þegar vel með afbrigðinu en Dr Soumya Swaminathan, hjá WHO, segir að enn liggi ekki fyrir nægilega miklar upplýsingar svo hægt sé að skera úr um hversu skeinuhætt afbrigðið er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?