fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Kristján stígur fram og ræðir um hættulegan nágranna sinn á Öldugötu – „Hann segist ætla að drepa okkur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 7. júlí 2022 15:26

Samsett mynd. Kristján Þórisson og Öldugata í Hafnarfirði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það ríkir ógnaröld á hluta af Öldugötu í Hafnarfirði. Maður sem er að nálgast sextugt er þar sagður vera stöðug ógn við nágranna sína og hefur hann verið kærður fyrir líkamsárás gegn einum þeirra. Nágrannar sem DV ræddi við í morgun voru í senn óttaslegnir við að láta hafa nokkuð eftir sér og fullir löngunar eftir að málið verði afhjúpað í fjölmiðlum svo maðurinn verði fjarlægður úr nærumhverfi þeirra. Maður sem býr í sama húsi og hinn meinti ógnvaldur, Kristján Þórisson, stígur nú fram og ræðir um ástandið sem virðist enn alvarlega en komið hefur fram í fyrri fréttum.

Nágrannar hafa bent á að maðurinn kom við sögu í frétt um myndband sem sýnir ógnvekjandi framferði manns í strætisvagni:

Sjá einnig: Maður ógnaði vagnstjóra – „Ég fer ekki að skíta út strætóinn með ÞÍNU BLÓÐI“

Eins og kom fram í frétt DV í morgun hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfest að hafa oft verið kölluð að Öldugötu í Hafnarfirði vegna framferðis mannsins. Ennfremur var staðfest að maðurinn hefur verið kærður fyrir líkamsárás á einn nágranna sinn fyrir þremur vikum. Það mál er í rannsókn.

Sjá einnig: Óttast nýtt Barðavogsmál í Hafnarfirði – Ógnandi nágranni veldur skelfingu í Öldugötu

Kristján Þórisson býr í sama húsi og umræddur maður, þ.e. á hæðinni fyrir ofan hann. Hann segir að útköll lögreglu vegna mannsins séu daglegt brauð. Segir hann manninn hafa ráðist á sig með hnífi. Kristján lýsir ógnvekjandi ástandi.

„Það fer ekkert af okkur eitt inn í íbúðina,“

segir Kristján í viðtali við DV. „Hann réðst á mig með hnífi og gerði gat á jakkann minn en hann hitti ekki í mig. Ég kærði ekki en með því skilyrði að hann færi út úr húsinu. En ekkert skeði og nú er hann tvíefldur. Hann segist ætla að drepa okkur. Ég er staddur erlendis en ég mun kæra hann þegar ég kem heim. Lögreglan segir við okkur að eitthvað þurfi að gerast til þeir geti gert eittthvað. Maðurinn er í daglegri neyslu.“

Kristján segir að til séu mörg myndbönd sem sýni ógnvekjandi framferði mannsins en aðrir nágrannar, sem þar koma við sögu, eru ekki tilbúnir að láta þau af hendi í bili. Sjálfur dvelst Kristján langdvölum erlendis með konunni sinni en hefur haft íbúðina við Öldugötu í Airbnb-útleigu. Það hefur gengið erfiðlega vegna nágrannans. „Fólk hefur þurft að flýja út vegna hótana hans,“ segir Kristján.

Kristján segir að lögreglan sé nær daglega á Öldugötunni vegna mannsins. Sérsveitin hafi þegar náð í hann einu sinni. En honum sé ávallt sleppt samdægurs eða eftir nokkra daga.

„Við erum voða róleg og tókum tillit til þess að hann væri veikur. En núna er þetta búið að vera allt of mikið. Núna eru allir búnir að gefast upp,“ segir Kristján sem gerir kröfu um að maðurinn verði fjarlægður og nágrannar hans geti aftur lifað í friði. „Hann hótaði í vitna viðurvist að drepa okkur. Mér finnst eins og hann sé undir einhverjum verndarvæng. Hvers vegna er hann alltaf látinn laus? Hann er í mikilli neyslu. Hann á þessa íbúð og virðist hafa rétt á að vera í íbúðinni. En það er eins og við höfum ekki rétt á að vera í íbúðinni okkar. Það stóð til að endurbyggja húsið að utan en við bara þorum það ekki. Við leggum bara ekki í það á meðan hann er þarna.“

Kristján og fleiri íbúar við Öldugötu kalla eftir því að maðurinn verði tekinn úr umferð áður en hann fremur voðaverk. Nú þegar hefur hann sýnt tilburði til þess.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi