fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Fulham setur hátt í tvo milljarða á borð Manchester United

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 27. júní 2022 10:00

Andreas Pereira fagnar/ Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulham hefur boðið 11 milljónir punda í Andreas Pereira, miðjumann Manchester United. Daily Mail segir frá.

Pereira hefur verið víða á láni undanfarin ár en hann stóð sig vel með Flamengo í heimalandi sínu, Brasilíu, á síðustu leiktíð.

Nú gæti hann loks farið endanlega frá Man Utd og hafa nýliðar Fulham áhuga.

Fulham komst upp úr ensku B-deildinni í fyrra og er því nýliði í ensku úrvalsdeildinni á komandi leiktíð.

Pereira er 26 ára gamall og kom inn í unglingastarf Man Utd árið 2012. Þar áður var hann hjá PSV í Hollandi.

Hann skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við Man Utd árið 2015. Sem fyrr segir hefur hann þó mikið farið á láni frá þeim tíma, til að mynda til liða á borð við Valencia og Lazio.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Í gær

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Darwin Nunez strax aftur til Englands?
433Sport
Í gær

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“
433Sport
Í gær

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig