fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Eistar segja frammistöðu sinna manna í Víkinni í gær skammarlega

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. júní 2022 15:30

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslands- og bikarmeistarar Víkings Reykjavíkur unnu 6-1 stórsigur á Levadia Tallin í undanúrslitum forkeppni fyrir undankeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Eistneski fjölmiðillinn Õhtuleht segir úrslitin skammarleg fyrir Levadia.

Levadia komst yfir í gær með marki Zakaria Beglarishvili af vítapunktinum á 5. mínútu. Eftir það tóku Íslandsmeistararnir hins vegar yfir leikinn. Kyle McLagan jafnaði á 10. mínútu og á 27. mínútu var Kristall Máni Ingason búinn að koma Víkingum yfir. Halldór Smári Sigurðsson skoraði svo þriðja markið seint í fyrri hálfleik.

Í þeim síðari bættu þeir Nikolaj Hansen, Helgi Guðjónsson og Júlíus Magnússon svo við mörkum.

„Skammarlegt,“ segir í byrjun fyrirsagnar Õhtuleht. „Það var fallegt að sjá stöðuna á skiltinu (eftir að Levadia komst yfir) en okkar menn áttu erfitt með að spila sín á milli og jöfnunarmark lá í loftinu,“ segir einnig í umfjöllun miðilsins. Forysta liðins lifði aðeins í fimm mínútur. „Það var rok og rigning og lókallinn var glaður,“ stóð einnig í miðlinum.

Víkingur mætir Inter Club d’Escaldes í úrslitaleik um laust sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar á föstudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Miðasala hafin á stórleikinn

Miðasala hafin á stórleikinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu
433Sport
Í gær

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“
433Sport
Í gær

Besta deildin: Þriðja tap Fram í röð

Besta deildin: Þriðja tap Fram í röð
433Sport
Í gær

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“