fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Suður-Kóreumaðurinn í liði Þórs farinn heim – Er meiddur og á von á barni – „Öðruvísi að verða pabbi í Asíu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 14. júní 2022 13:30

Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs (til hægri).

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Suður-Kóremaðurinn Je-wook Woo er farinn frá Lengjudeildarliði Þórs. Þorlákur Árnason, þjálfari liðins, staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net.

Hinn 28 ára gamli Woo kom til Þórs fyrir tímabilið. Hann á nú von á barni og er meiddur á rifbeinum að sögn Þorláks.

„Hann meiddist í mars á rifbeinum og þau meiðsli hafa verið að koma og fara, erfitt að eiga við þau meiðsli. Hann er síðan að verða pabbi og kærasta hans er úti í Kóreu. Við komumst að samkomulagi, stjórnin og hann, að hann myndi fara heim. Hann er búinn að spila sinn síðasta leik fyrir okkur og er meiddur eins og staðan er núna,“ sagði Þorlákur.

„Þessi meiðsli og sú staðreynd að hann er að verða pabbi eru ástæðurnar fyrir þessari niðurstöðu. Að verða pabbi er svolítið öðruvísi í Asíu þar sem þú oftast eignast einungis eitt barn. Okkar fannst þetta besta lausnin, erum búnir að vera bíða í einn og hálfan mánuð með þessi meiðsli. Þetta varð bara niðurstaðan, því miður.“

Þór er í níunda sæti Lengjudeildar karla með fimm stig eftir sex umferðir.

Viðtal Fótbolta.net við Þorlák má lesa í heild hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Í gær

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Í gær

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli