fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Vanda ekki týpan í að reka fólk

433
Sunnudaginn 12. júní 2022 21:30

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikið talað um íslenska karlalandsliðið þessa dagana en liðið stendur nú í miðju verkefni í Þjóðadeildinni.

Ísland hefur gert jafntefli við Ísrael og Albaníu til þessa og vann þá einnig lélegasta landslið heims, San Marínó, með einu marki gegn engu.

Margir kalla eftir því að það verði breytt um landsliðsþjálfara en Arnar Þór Viðarsson hefur sinnt því starfi ásamt því að starfa sem yfirmaður knattspyrnumála.

Það var aðeins rætt þetta mál í útvarpsþætti Fótbolta.net um helgina þar sem þeir Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson fóru yfir stöðuna.

Tómas kemur með athyglisverðan punkt í þættinum og segist efast um að formaður KSÍ, Vanda Sigurgeirsdóttir, sé týpan í að reka fólk, að hún vilji frekar vinna úr hlutunum.

Ef Ísland vinnur ekki Ísrael á morgun þá verður kallað enn harðar eftir því að Arnar verði rekinn en frammistaðan hefur því miður ekki verið nógu sannfærandi á neinn hátt.

,,Nei. Er ekki vanda Vanda nýbúinn að koma með stuðningsyfirlýsingu því hún er svo hrifinn af þessu unga landsliði okkar. Ég bara sé hana ekki fyrir mér sem týpu til að reka fólk. Ég held hún reyni frekar að vinna í hlutunum,“ svaraði Tómas Þór er Elvar spurði hvort Arnar yrði rekinn ef Ísland myndi tapa á morgun.

Elvar nefnir þá að Ísland sé búið að spila þrjá leiki í glugganum án þess að tapa og svaraði Tómas þá nokkuð kaldhæðnislega.

,,Já, eru þetta ekki framfarir? Leikurinn við Albaníu var ekkert spes.“

Hér má hlusta á þáttinn í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar
433Sport
Í gær

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður