fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
433

Eigandi Everton biðst afsökunar

433
Laugardaginn 11. júní 2022 11:00

Stuðningsmenn Everton fögnuðu ógurlega í kvöld (Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Farhad Moshiri, eigandi Everton, hefur beðið stuðningsmenn félagsins afsökunar á því sem gekk á í vetur og á tímabilinu sem var að ljúka.

Það fór allt til fjandans hjá Everton mjög snemma á leiktíðinni og var Rafael Benitez fljótt rekinn og tók Frank Lampard við.

Everton er ekki lið sem á heima í fallbaráttu en liðið var gríðarlega nálægt því að falla en hélt að lokum sæti sínu.

Moshiri er ákveðinn í að félagið muni ekki gera sömu mistök og gerð voru í fyrra og lofar stuðningsmönnum bjartari framtíð.

,,Við höfum gert mistök og fyrir þau vil ég biðja alla afsökunar. Þetta hefur ekki verið nógu gott og við þurfum að gera betur,“ sagði Moshiri.

,,Við hafið sýnt okkur ótrúlegan stuðning og hjálpuðuð okkur yfir línuna þegar við þurftum mest á því að halda. Við þurfum að verðlauna þennan stuðning.“

,,Ég er staðráðinn í að tryggja framtíð félagsins með því að gefa ykkur fullborgaðan heimavöll sem mun hjálpa félaginu að stimpla sig inn leiðandi knattspyrnuklúbb.“

,,Auðvitað er heimavöllurinn ekki það eina sem hjálpar okkur að ná okkar markmiðum og við erum staðráðin í að gera ekki sömu misök, við höfum ekki alltaf eytt peningunum rétt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svona gæti byrjunarlið Liverpool orðið – Vilja Isak og enska landsliðsmanninn

Svona gæti byrjunarlið Liverpool orðið – Vilja Isak og enska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hækka verðið á Mbeumo og United ætlar ekki að taka þátt í því

Hækka verðið á Mbeumo og United ætlar ekki að taka þátt í því
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Yamal búinn að krota undir og fær nýtt númer

Yamal búinn að krota undir og fær nýtt númer
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Einn óvinsælasti leikmaður liðsins staðfestir að hann sé ekki að fara

Einn óvinsælasti leikmaður liðsins staðfestir að hann sé ekki að fara
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

‘Betri leikmaður en Haaland og Osimhen’

‘Betri leikmaður en Haaland og Osimhen’
433Sport
Í gær

Mikið undir hjá Víkingi og Val á morgun – Bæði lið í góðri stöðu

Mikið undir hjá Víkingi og Val á morgun – Bæði lið í góðri stöðu
433Sport
Í gær

Nýr stjóri Fiorentina dásamar Albert – „Hann elskar að taka ábyrgð“

Nýr stjóri Fiorentina dásamar Albert – „Hann elskar að taka ábyrgð“
433Sport
Í gær

Mætti á æfingu hjá United á ólöglegum bíl nokkrum mínútum eftir að Amorim fór

Mætti á æfingu hjá United á ólöglegum bíl nokkrum mínútum eftir að Amorim fór