fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Pressan

Smávegis aukning á hreyfingu getur dregið úr líkunum á að fá heilablóðfall um 40%

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 11. júní 2022 18:00

Heilinn er magnaður. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef eldra fólk eykur daglega hreyfingu sína, með miðlungs ákefð, úr undir þremur mínútum á dag í að minnsta kosti 14 mínútur getur það hugsanlega dregið úr líkunum á að fá heilablóðfall um 40%.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. The Guardian skýrir frá þessu.

Langvarandi kyrrseta eða hreyfingarleysi hefur verið tengt við auknar líkur á allt frá hjartasjúkdómum til offitu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO segir að hreyfingarleysi sé aðalástæðan fyrir sjúkdómum og örorku.

Í grein í Jama Network Open segja bandarískir vísindamenn frá niðurstöðum greiningar þeirra á gögnum sem var aflað með tækjum, sem skráðu hreyfingar fólks, sem fólk bar í allt að sjö daga. 7.607 manns tóku þátt í þessu á árunum 2009 til 2013.

Segja vísindamennirnir að niðurstöður þeirra bendi til þess að þeim mun lengur sem fólk hreyfi sig með miðlungs ákefð þá geti það dregið úr líkunum á heilablóðfalli. Sérstaklega ef hreyfingin er tekin í lengri lotum. Þeir segja að erfitt sé að heimfæra niðurstöðurnar yfir á einstaklinga.

Meðalaldur þátttakendanna var rétt rúmlega 63 ár. Að meðaltali var fylgst með þeim í 7,4 ár. Á þeim tíma fengu 286 heilablóðfall.

Rannsóknin leiddi í ljós að þriðjungur þátttakendanna hafði hreyft sig í að minnsta kosti 14 mínútur á dag og voru 43% minni líkur á að fólk úr þessum hópi fengi heilablóðfall en þeir sem hreyfðu sig í minna en 2,7 mínútur á dag og er þá miðað við miðlungs til töluverðrar ákefðar á meðan á hreyfingunni stóð. Þessar tölur fengust þegar búið var að taka tillit til aldurs, kyns, reykinga, áfengisneyslu, hjartasjúkdóma og kyrrsetutíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað
Pressan
Í gær

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu leynilega norðurkóreska herstöð

Fundu leynilega norðurkóreska herstöð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar