fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Breskur lögfræðingur ræðir langan rannsóknartíma í máli Gylfa

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 9. júní 2022 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

The Athletic kafar djúp ofan í mál Gylfa Þórs Sigurðssonar sem lögreglan í Manchester hefur nú rannsakað í ellefu mánuði. Gylfi var handtekinn í júlí á síðasta ári og er grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi.

Langur rannsóknartími lögreglu hefur vakið athygli en enginn ákvörðun hefur verið tekin um hvort ákært verði í málinu.

Meira:
Ítarleg grein um mál Gylfa Þórs: Teipað fyrir glugga á heimili hans og fartölvan tekin

„Tafir í réttarkefinu við að rannsaka mál er áhyggjuefni fyrir alla sem koma að máli, hvort sem það eru meintir þolendur eða meintir gerendur,“ segir Dino Nocivelli, hjá Leigh Day lögfræðistofunni sem sérhæfir sig í málum um meinta misnotkun.

„Því miður er þetta að verða sífellt algengara og versnandi vandamál.“

Fram kemur í frétt The Athletic að langur rannsóknartími í Bretlandi hafi orðið til þess að meintir þolendur hafa fallið frá málum, það taki of mikið á andlega að vera með það hangandi yfir sér mánuðum og árum saman.

„Áhrifin á meint fórnarlömb geta verið mjög skaðleg. Þeir geta ekki reynt að halda áfram með líf sitt á meðan (hugsanlegt) dómsmál hangir yfir þeim og bið þeirra eftir réttlæti og lokun heldur áfram.“

Gylfi hefur ekki spilað fótbolta frá því að málið kom upp en samningur hans við Everton rennur út í lok mánaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel
433Sport
Í gær

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“
433Sport
Í gær

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar