fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Kristian Nökkvi maður leiksins og Ísland í bullandi séns

Ísak Gabríel Regal
Miðvikudaginn 8. júní 2022 19:59

Úr leik með íslenska u21 árs landsliðinu/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

U21 árs karlalandslið Íslands tók á móti Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM á Víkingsvellinum í kvöld. Ísland þurfti að vinna leikinn til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum og í umspil fyrir EM á næsta ári.

Hinn bráðefnilegi Kristian Nökki Hlynsson kom Íslendingum yfir á 15. mínútu og lagði svo upp mark fyrir Kristall Mána Ingason undir lok fyrri hálfleiks og heimaliðið með 2-0 forystu þegar liðin gengu til búningsklefa.

Kirill Zinovich minnkaði muninn fyrir Hvítrússa í upphafi síðari hálfleiks og spilamennska íslenska liðsins dalaði í kjölfarið en Viktor Örlygur Andrason, sem komið hafði inná sem varmaður á 68. mínútu, innsiglaði 3-1 sigur Íslands átta mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma eftir sendingu frá Kristian.

Ísland er nú með 15 stig, tveimur stigum á eftir Grikklandi sem situr í öðru sæti, umspilssætinu, með 17 stig þegar ein umferð er eftir.

Grikkland mætir toppliði Portúgal í lokaumferðinni á meðan Ísland fær Kýpur í heimsókn. Ísland þarf að vinna sinn leik og treysta á að Portúgal geri sér greiða til að tryggja sér annað sætið í riðlinum og þar með umspilssæti á EM 2023.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt