fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Alfons: „Kaflar í leiknum sem við viljum að einkenni Ísland“

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 4. júní 2022 17:52

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það voru kaflar í leiknum sem við viljum að einkenni Ísland, þar sem að við verjum svæðin okkar vel og refsum þegar við getum refsað. Ef við getum fært það yfir á 90 mínútur þá er það frábært,“ sagði Alfons Sampsted, hægri bakvörður, um frammistöðu Íslands gegn Ísrael í 2-2 jafntefli liðanna í Þjóðadeildinni á fimmtudaginn.

video
play-sharp-fill

Alfons átti sök í fyrsta markinu sem Ísland fékk á sig og var ósáttur með sjálfan sig. „Ef ég fengi tækifæri til að gera þetta aftur myndi ég taka eitt skref til hægri og hann gæti þá ekki fengið að hlaupa upp kantinn óáreittur,“ sagði Alfons, leikmaður Bodö/Glimt í Noregi.

„Maður gerir mistök. Maður lærir af þeim. Það gerist ekki aftur,“ bætti landsliðsmaðurinn við og sagðist bjartsýnn á næstu leiki íslenska liðsins.

„Núna eru byrjaðir að koma kaflar í leikina okkar þar sem við lítum út eins og við viljum líta út. Næsta skref er að lengja þessa kafla og minnka slæmu kaflana. Tilfinningin er sú að við séum á réttri leið en við þurfum að halda áfram að sýna það.“ sagði Alfons og bætti við að hann vonaðist til að sjá sem flesta á Laugardalsvellinum á mánudaginn þegar Ísland mætir Albönum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rashford sagður hafa tekið ákvörðun – Á skjön við það sem hefur verið sagt undanfarið

Rashford sagður hafa tekið ákvörðun – Á skjön við það sem hefur verið sagt undanfarið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Enskt stórlið á meðal þeirra sem fylgdust með Ronaldo yngri

Enskt stórlið á meðal þeirra sem fylgdust með Ronaldo yngri
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Börsungar til í að losa átta – Voru áður í lykilhlutverki

Börsungar til í að losa átta – Voru áður í lykilhlutverki
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United búið að opna samtal

United búið að opna samtal
433Sport
Í gær

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega
433Sport
Í gær

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir
Hide picture