fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Ísak Bergmann: „Mér finnst að strákarnir eigi skilið að fá þjóðina með sér“

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 4. júní 2022 17:27

Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta var mjög flott frammistaða fannst mér og við erum svekktir að hafa ekki unnið leikinn og það segir svolítið sitt,“ sagði Ísak Bergmann Jóhannesson í samtali við 433.is um frammistöðu íslenska A-landsliðsins gegn Ísrael í Þjóðadeildinni á fimmtudaginn. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Ísak Bergmann var ekki með i leiknum vegna streptókokka en liðsfélagi hans hjá FC Kaupmannahöfn, Hákon Arnar Haraldsson, stóð sig með miklum sóma í fyrsta leik hans með A-landsliðinu.

video
play-sharp-fill

Ég hef séð þetta á æfingum með FCK og í leikjum með FCK þannig að þetta kom mér ekkert á óvart. Það er náttúrulega erfitt að gera þetta í fyrsta leik með landsliðinu, það er pressa og svoleiðis, en hann hefur oft sagt að þetta er bara fótbolti og hann bara fór út og gerði sitt og ég er ógeðslega ánægður fyrir hans hönd,“ sagði Ísak um frammistöðu Hákons.

Mér finnst strákarnir eiga skilið eftir síðasta leik að fá þjóðina með sér. Við sjáum framfarir og þetta er ungt lið með ungan þjálfara líka þannig að vonandi getum við fengið þjóðina með okkur í næsta leik,“ bætti Ísak ennfremur við.

Ísland mætir Albaníu á Laugardalsvelli á mánudagskvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Formlegt samtal milli Chelsea og Arsenal farið af stað

Formlegt samtal milli Chelsea og Arsenal farið af stað
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lýsir þrúgandi andrúmslofti eftir áfallið um helgina – „Hafa bara verið í sjokki“

Lýsir þrúgandi andrúmslofti eftir áfallið um helgina – „Hafa bara verið í sjokki“
433Sport
Í gær

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum
433Sport
Í gær

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Í gær

Leggur til stórkostlegar breytingar hjá KSÍ svo hörmungarnar endurtaki sig ekki

Leggur til stórkostlegar breytingar hjá KSÍ svo hörmungarnar endurtaki sig ekki
433Sport
Í gær

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“
Hide picture