fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Fyrrum samstarfsfélagi bar Hödda Magg þungum sökum – „Það var fyrir neðan allar hellur“

433
Föstudaginn 3. júní 2022 11:40

Höddi Magg var heiðarlegur í sinni nálgun í spjalli við Chess after dark menn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Magnússon íþróttafréttamaður á Viaplay er í einlægu og áhugaverði viðtali í hinum vinsæla hlaðvarpsþætti, Chess After Dark.

Hörður fer yfir ferill sinn í sviðsljósinu, fyrst sem afburða knattspyrnumaður og svo sem einn dáðasti íþróttafréttamaður Íslands.

Sumarið 2020 var Hörður sakaður af fólki um að sigla undir fölsku flaggi á Twitter. Garðar Örn Arnarson pródúsent á Stöð2 og fyrrum samstarfsfélagi Harðar benti fyrstur á þetta og grunaði Hörð um að notast við aðgang sem kallaði sig Ásgeir. Skömmu eftir að hafa velt þessu upp þá skrifaði Garðar. „Staðfest,“ og fullyrti þar að um Hörð væri að ræða.

Hörður hafnaði sök og var verulega ósáttur með málið en aðgangurinn hafði meðal annars verið að níða Stöð2 Sport skóinn.

Herði var brugðið við þessar ásakanir og ræddi þær í Chess after dark. „Þessu máli lauk bara, ég leitaði til lögfræðings. Það var ákveðið að fara ekki lengra með það mál, ég skrifaði starfsmannastjóra Vodafone en ég fékk ekki svar. Það var fyrir neðan allar hellur að það væru starfsmenn þarna sem væru að saka mig um þetta,“ segir Hörður og á þar meðal annars við Garðar Örn.

„Það var Twitter aðgangur sem menn töldu að ég væri, að ég væri að sigla undir fölsku flaggi og skíta út Stöð2 Sport. Þetta er þremur mánuðum sirka eftir að ég hætti.“

Meira:
Höddi Magg bálreiður eftir þungar ásakanir: „Því miður virðist botninn vera endalaus“

Hörður segir að það hafi verið verulega óþægilegt að vera sakaður um að sigla undir fölsku flaggi.

„Ég hætti í september árið 2019 á Twitter, það var mjög óþægilegt að vera sakaður um þetta. Ég gat ekki afsannað að þetta væri ekki ég, það var mjög erfitt fyrir mig að fara með þetta í dómstóla. Nú sjáum við meira um þetta á undanförnum misseri að fólk fari í meiðyrðamál, sakir sem eru upplognar eða ekki,“ segir Hörður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Á von á dómi og viðurkennir að hafa deilt myndefni af ólögráða einstaklingum

Á von á dómi og viðurkennir að hafa deilt myndefni af ólögráða einstaklingum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fékk óvæntar 133 milljónir endurgreiddar frá skattinum

Fékk óvæntar 133 milljónir endurgreiddar frá skattinum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lýsir augnablikinu sem samsæriskenningar fóru á flug og símtöl bárust á Morgunblaðið – „Er svo galið“

Lýsir augnablikinu sem samsæriskenningar fóru á flug og símtöl bárust á Morgunblaðið – „Er svo galið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Varpar fram kenningu um eldræðu Heimis um Arnar Svein – „Það er allt útpælt sem þessi gæi segir“

Varpar fram kenningu um eldræðu Heimis um Arnar Svein – „Það er allt útpælt sem þessi gæi segir“
433Sport
Í gær

Verðlaunaði sig með kínverskum mat

Verðlaunaði sig með kínverskum mat
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær