fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Fókus

Eign dagsins – Miðborgarfantasía á Grettisgötu

Fókus
Þriðjudaginn 31. maí 2022 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eign dagsins að þessu sinni er hús sem kalla má hina klassísku „miðborgarfantasíu“, svona ef við leyfum okkur að búa til ný orð. Um er að ræða einbýli á Grettisgötu sem var byggt fyrir 120 árum síðan, eða árið 1902, og er húsið friðað samkvæmt lögum um menningarminjar.

Um er að ræða klassískt íslenskt miðborgarhús með þennan einstaka sjarma sem einkennir slík húsnæði, og hefur húsið verið þó nokkuð endurnýjað. Það var endurnýjað að innan á árinum 2018-2019 og eins hafa raflagnir verið endurnýjaðar sem og ofnalagnir, neysluvatnlagnir og fleira.

Húsið samanstendur af stofu, eldhúsi, þvottahúsi, geymslu, þremur svefnherbergjum, tveimur baðherbergjum og verönd. Miðhæð er skráð 40,3 fermetrar, kjallari 40,3 fermetrar og risið svo 34,6 fermetrar.

Að innan er ekki að sjá að húsið sé sé byggt fyrir fyrri heimsstyrjöld heldur ræður þar nútíminn ríkjum og því skemmtileg samsetning af gömlu og nýju.

Nánar má lesa um eignina á Fasteignavef DV

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Ásu Steinars kominn með nafn – „Þetta fór ekki eins og við höfðum planað“

Sonur Ásu Steinars kominn með nafn – „Þetta fór ekki eins og við höfðum planað“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lífið snerist á hvolf þegar hún hryggbrotnaði – „Mér var sagt að englar hefðu vakað yfir mér og ég trúi því“

Lífið snerist á hvolf þegar hún hryggbrotnaði – „Mér var sagt að englar hefðu vakað yfir mér og ég trúi því“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Símon rífur í sig leikrit Baltasars Kormáks og Ólafs Jóhanns: „Var þetta allt og sumt?“

Símon rífur í sig leikrit Baltasars Kormáks og Ólafs Jóhanns: „Var þetta allt og sumt?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harðlega gagnrýnd fyrir taktlausa færslu til eiginmannsins

Harðlega gagnrýnd fyrir taktlausa færslu til eiginmannsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ertu alltaf að afsaka þig?“ – Hættu því og gerðu þetta frekar

„Ertu alltaf að afsaka þig?“ – Hættu því og gerðu þetta frekar