fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
433Sport

Besta deild kvenna: Breiðablik burstaði KR – Valur sótti þrjú stig í Garðabæ

Ísak Gabríel Regal
Föstudaginn 13. maí 2022 21:23

Eythor Arnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír leikir fóru fram í 4. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Taphringa KR hélt áfram er liðið tapaði stórt gegn Breiðablik í Vesturbænum.

Mörk frá Alexöndru Jóhannsdóttur og Hildi Antonsdóttur sáu til þess að gestirnir leiddu 2-0 í hálfleik. Heiðdís María Lillýardóttir skoraði þriðja mark Blika á 53. mínútu og Karen María Sigurgeirsdóttir bætti við fjórða markinu 13 mínútum fyrir leikslok og þar við sat.

KR hefur nú tapað fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu. Breiðablik er hins vegar með 9 stig eftir fjóra leiki.

KR 0 – 4 Breiðablik
0-1 Alexandra Jóhannsdóttir (‘5)
0-2 Hildur Antonsdóttir (’33)
0-3 Heiðdís Lillýardóttir (’53)
0-4 Karen María Sigurgeirsdóttir (’77)

Íslandsmeistarar Vals sóttu þrjú stig í Garðabæ með 2-0 sigri á Stjörnunni. Mist Edvarsdóttir og Arna Sif Ásgeirsdóttir skoruðu mörk Valskvenna í sitthvorum hálfleiknum. Stjarnan hefur aðeins unnið leik af fjórum og er með fjögur stig. Valur er með 9 stig eftir fjóra leiki.

Stjarnan 0 – 2 Valur
0-1 Mist Edvardsdóttir (’24)
0-2 Arna Sif Ásgrímsdóttir (’56)

Þá vann Afturelding 2-1 útisigur á Keflavík. Aníta Lind Daníelsdóttir kom heimakonum yfir úr vítaspyrnu á 14. mínútu en Sólveig Jóhannesdóttir jafnaði fyrir Aftureldingu á 36. mínútu. Christina Settles tryggði Aftureldingu fyrsta sigur liðsins á tímabilinu með marki stuttu fyrir leikhlé. Keflavík er með 6 stig eftir fjóra leiki.

Keflavík 1 – 2 Afturelding
1-0 Anita Lind Daníelsdóttir (’14, víti)
1-1 Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (’36)
1-2 Christina Clara Settles (’43)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina
433Sport
Í gær

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum
433Sport
Í gær

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“