Mirror segir að hún hafi fundið út úr hvaða aldurshópi karla konur eiga að taka stóran sveig fram hjá ef þær séu að leita sér að manni sem er „tilbúinn í eitthvað alvarlegt“.
Þetta eru karlar á aldrinum 30 til 40 ára. Rökin fyrir þessu eru að sögn Hocking að allir þeir „góðu“ á þessum aldri eru fráteknir. Með „góðir“ á hún við þá karla sem vilja stofna heimili, kaupa hund og bíl og þá væntanlega huga að barneignum.
Hún sagði að það séu þó til einstaka „góðir“ einhleypir karlar á fertugsaldri en þeir séu bara ekki eins tilbúnir í fast samband.
Hún veitir kynsystrum sínum því það ráða að leita að körlum sem eru á seinni hluta þrítugsaldurs því þeir séu einnig í leit að rómantík. Einnig komi karlar yfir fertugu vel til greina því þeir séu oft að leita að ástinni á nýjan leik eftir skilnað.
Hún segist sjálf hafa byrjað að deita karla yfir fertugu og segist ánægð með þá ákvörðun sína. Þeir séu góðir í að deita upp á gamla mátann. Þeir hringi til að spjalla, deiti bara eina manneskju í einu og séu lélegir í „að spila spilið“ sem er kostur að hennar sögn.
„Þeir geta auðvitað borið einhverja bagga með sér, þreyttir eftir misheppnað samband og börn en um leið hafa þeir sannað að þeir eru ekki hræddir við að binda sig, að minnsta kosti í einhvern tíma,“ sagði hún.