fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Vorverk á grískri eyju

Egill Helgason
Miðvikudaginn 4. apríl 2018 08:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er að byrja páskafrí í Grikklandi. Páskarnir eru stærsta hátíðin þar, þeir eru um næstu helgi. Börnin á eyjunni Folegandros fara út og mála strik með hefðbundnum hætti á gangstéttarnar. Þarna inni í bænum er engin bílaumferð, þeir komast einfaldlega ekki leiðar sinnar og því geta börn leikið sér í friði á götunum. Það hafa þau gert í aldaraðir. Hringurinn í miðið er gamla ólívupressan á eyjunni. Það er ágætur leikvöllur líka.

Það þykir sjálfsagt að hver íbúi sé ábyrgur fyrir því að halda hreinu og snyrtilegu í kringum hús sitt. Steinarnir á götunum eru úr klettum og fjöllum á eyjunni. Sumar göturnar voru á sínum tíma lagðar af útlögum, en í Grikklandi tíðkaðist lengi að senda stjórnarandstæðinga í útlegð á afskekktar eyjar eins og þessa. Þeim þótti farnast nokkuð vel á Folegandros enda íbúarnir vingjarnlegir, en skipaferðir gátu verið afar stopular.

Vinafólk mitt frá Ameríku var svo hrifið af berginu á Folegandros að það vildi taka með sér steina og helluleggja baðherbergið hjá sér í Los Angeles. Það reyndist vera of þungt. Ég kann ekki að nefna bergtegundina en hún hefur yfir sér dálitla græna slikju.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að