fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Matur

Syndsamleg sólskinsterta með löðrandi ljúffengu karamellukremi sem enginn stenst

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 21. apríl 2022 09:01

Sólskinstertan hans Alberts er syndsamlega ljúffeng og karamellukremið er engu líkt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þættinum Matur og heimili fyrir liðlega þremur árum síðan sá Albert Eiríksson matarbloggari og sælkeri með meiru um baksturinn á tertunni sem tileinkuð er sumardeginum fyrsta hjá hans fjölskyldu. Albert heldur í ýmsar matartengdar hefðir og meðal þeirra hefða er að baka Sólskinstertuna sem sló í gegn þarna um árið. Albert býður ávallt upp á þessa syndsamlegu ljúffengu tertu í tilefni sumarsins.

Sólskinstertuna hefur móðir Alberts bakað á sumardaginn fyrsta í yfir hálfa öld. Heima hjá honum var þessi terta aldrei bökuð á öðrum tíma.  „Hún er kannski ekki sú hollasta en það er gaman að halda í hefðir og bragðgóð er hún – því get ég lofað,“ segir Albert og brosir sínu breiðasta. „Hafið í huga að þetta er frekar lítil uppskrift, oftast hef ég hana tvöfalda. Stundum minnka ég smjörmagnið og nota 2 til 3 matskeiðar af matarolíu, þannig verður hún mýkri,“ segir Albert.

Hér getur svo að líta uppskriftina góðu að sólskinstertunni, en Albert heldur úti heimasíðunni www.alberteldar.com og hægt er að finna þar ýmsar góðar uppskriftir.

Sólskinsterta

120 g smjör

1 dl sykur

2 egg

1 1/2 dl hveiti

1 tsk. lyftiduft

1 tsk. möndludropar

1/2 tsk. salt

Hitið ofninn í 180°gráður. Hrærið smjör, sykur og egg saman. Blandið þurrefnunum saman, hrærið vel saman og hellið deiginu í lítið smurt smelluform. Bakið við 180°gráður, í um það bil 20 mínútur. Látið kökuna standa stutta stund áður en kreminu er hellt yfir. Berið restina af kreminu fram með kökunni.

Kremið

2 dl rjómi

120 g sykur

2 msk síróp

1 tsk salt

30 g smjör

1 tsk vanilla (extract)

Sjóðið rjómann, sykurinn og sírópið saman, við vægan hita, þar til blandan fer að þykkna. Hrærið smjörinu, salti og vanillu saman við og látið kremið kólna lítið eitt áður en því er smurt á kökuna.

Njótið vel og gleðilegt sumar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa