fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Leiðtogi Téténa montaði sig af að vera að berjast í Úkraínu – Myndin sem hann birti kom upp um hann

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 31. mars 2022 05:48

Myndin sem Kadyrov birti og sannar að hann var ekki í Úkraínu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu, er duglegur við að monta sig á samfélagsmiðlum og skýra frá „afrekum“ sínu. Hann stýrir Téténíu harðri hendi, pyntingar og morð eru ekki óalgeng leið til að berja á andstæðingum hans, en hann situr sem leiðtogi landsins í skjóli Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. Téténía er ekki sjálfstætt ríki heldur hluti af rússneska ríkjasambandinu og því undir hæl Pútíns. Nýlega montaði Kadyrov sig af því að hann væri að berjast með Rússum í Úkraínu og birti mynd á samfélagsmiðlum því til staðfestingar. En einmitt þessi mynd kom upp um lygar hans og gerði hann að athlægi.

Áður en Rússar réðust inn í Úkraínu hafði Kadyrov hvatt ráðamenn í Kreml til að „taka Úkraínu aftur“ og „frelsa“ úkraínskan almenning. Hann sendi síðan úrvalssveitir sínar til Úkraínu til að berjast með Rússum en eins og DV skýrði nýlega frá héldu téténsku sveitirnar heim aftur eftir háðulega útreið í Úkraínu þar sem þær urðu fyrir miklu mannfalli.

Téténskar hersveitir halda heim eftir mikið mannfall í Úkraínu

En svo aftur sé vikið að myndinni sem Kadyrov birti af sér á samfélagsmiðlum á mánudaginn þá sést hann við bænir við bensínstöð og með vélbyssu rétt hjá sér. Hann skrifaði að myndin væri tekin rétt við Maríupól sem Rússar hafa setið um síðustu vikur og látið sprengjum rigna yfir. En eins og fyrr sagði kom myndin upp um lygar hans því á bensíndælunni fyrir aftan Kadyrov stendur „Pulsar“ sem er vörumerki rússneska ríkisolíufélagsins Rosneft. Þar liggur lygin einmitt því Rosneft er ekki með eina einustu bensínstöð í Úkraínu. The Independent skýrir frá þessu.

Þetta er í annað sinn sem Kadyrov reynir að hefja sjálfan sig til skýjanna fyrir stríðsþátttöku í Úkraínu. Í fyrra sinnið birti hann myndband af sér að funda með liðsmönnum úrvalssveita sinna og átti sá fundur að hafa farið fram við Maríupól. En þennan sama dag tók hann á móti rússneskum embættismanni í Grosní, höfuðborg Téténíu, sem gerir að verkum að nær útilokað er að honum hefði tekist að taka á móti embættismanninum þar og vera í Maríupól á einum og sama deginum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum