fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fréttir

Ný gögn varpa ljósi á spillinguna í kringum Roman Abramovich – Mannrán og kynlífsmyndband

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. mars 2022 05:35

Roman Abramovich er rússneskur olígarki sem hefur tapað peningum vegna stríðsins. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roman Abramovich er líklega einn þekktasti rússneski olígarkinn á Vesturlöndum. Aðallega vegna eignarhalds hans á enska knattspyrnuliðinu Chelsea. Hann er sagður góður vinur Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, enda útilokað að auðgast mikið í Rússlandi nema vera í nánu vinfengi við Pútín. En hvernig komst Abramovich til efna?

BBC hefur kafað ofan í málið og varpað nýju ljósi á spillinguna í tengslum við auðsöfnun Abramovich.

Allt hófst þetta 1995 þegar Abramovich keypti olíufélag af rússneska ríkinu. Hann greiddi 250 milljónir dollara fyrir félagið en seldi það 10 árum síðar á 13 milljarða dollara. Kaupandinn var rússneska ríkið. Ágætis hagnaður á aðeins 10 árum.

Kaup hans á olíufélaginu áttu sér stað á uppboði þar sem rangt var haft við. Boris Berezovsky, fyrrum viðskiptafélagi hans, höfðaði mál á hendur honum árið 2012 fyrir þessu spilltu kaup. Abramovich hafði sigur fyrir dómi þrátt fyrir að hann hafi skýrt frá hvernig uppboðinu var hagað til að tryggja að hann fengi olíufélagið og að hann hefði látið Berezovsky fá 10 milljónir dollara til að greiða embættismanni í Kreml í mútur.

Fréttaskýringarþátturinn Panorama á BBC hefur komist yfir skjal sem talið er að hafi verið smyglað frá Rússlandi. Að sögn heimildarmanns er það sagt vera afrit af skjölum um Abramovich sem rússnesk yfirvöld hafa í sinni vörslu. BBC gat ekki fengið þetta staðfest en aðrir heimildarmenn í Rússlandi sögðu innihald skjalsins vera rétt.

Í skjalinu kemur fram að Abramovich hafi svikið rússneska ríkið um 2,7 milljarða dollara. Saksóknarar ætluðu að ákæra Abramovich fyrir fjársvik en Boris Jeltsín, þáverandi forseti, hélt verndarhendi yfir honum. Málið var tekið úr höndum saksóknara og sett í hendur embættismanna í Kreml. Þar var rannsóknin stöðvuðu og aðalsaksóknari málsins rekinn úr starfi. Það var kynlífsmyndband sem var ástæðan fyrir brottrekstri aðalsaksóknarans, Yuri Skuratov. Hann hefur sjálfur sagt að um samsæri hafi verið að ræða.

Tveimur árum síðar ætlaði Abramovich að bjóða í annað rússneskt olíufélag en þá kom í ljós að kínverskt fyrirtæki ætlaði einnig að bjóða í það og það tvöfalt hærri upphæð en Abramovich.

En þegar fulltrúi Kínverjanna kom til Moskvu til að leggja tilboðið fram var honum rænt á flugvellinum að því er segir í fyrrnefndu skjali. Af þessum sökum gat kínverska fyrirtækið ekki lagt fram tilboð í olíufélagið. Það var ekki fyrr en það hafði opinberlega fallið frá því að bjóða í olíufélagið sem fulltrúi þess var látinn laus.

Á uppboðinu var það síðan bara boð frá Abramovich sem kom fram.

BBC segir að ekkert bendi þó til að Abramovich hafi vitað af mannráninu eða komið að því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vilja stöðva niðurrif Sæmundarhlíðar – Rísa eigi 11 íbúða blokk sem varpi skugga á nágranna

Vilja stöðva niðurrif Sæmundarhlíðar – Rísa eigi 11 íbúða blokk sem varpi skugga á nágranna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segja gæludýrafrumvarp Ingu ekki duga til – Eigendur brjóti ítrekað reglur, harðar deilur komi oft upp og heimildir til aðgerða skorti

Segja gæludýrafrumvarp Ingu ekki duga til – Eigendur brjóti ítrekað reglur, harðar deilur komi oft upp og heimildir til aðgerða skorti
Fréttir
Í gær

Ár liðið frá hryllingsárásinni á Hafdísi – „Þá mun ég alltaf sigra“ – Myndir

Ár liðið frá hryllingsárásinni á Hafdísi – „Þá mun ég alltaf sigra“ – Myndir
Fréttir
Í gær

Fjórir hestar veiktust og einn drapst eftir að hafa verið innan girðingar ratsjárstöðvar Landhelgisgæslunnar – Orsökin óljós

Fjórir hestar veiktust og einn drapst eftir að hafa verið innan girðingar ratsjárstöðvar Landhelgisgæslunnar – Orsökin óljós
Fréttir
Í gær

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“
Fréttir
Í gær

Þorvaldur Davíð kallar eftir að virðing sé borin fyrir börnunum okkar

Þorvaldur Davíð kallar eftir að virðing sé borin fyrir börnunum okkar