fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fréttir

Rússneskar auðmannskonur í vanda á Spáni – Greiðslukortin lokuð og allt í steik

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. mars 2022 07:50

Glæsifley í höfninni í Marbella. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðal þeirra refsiaðgerða sem Vesturlönd hafa gripið til gagnvart Rússlandi er að loka fyrir aðgang Rússa að greiðslukerfum banka, þar á meðal greiðslukortum. Tugir þúsunda Rússa, sem búa á Spáni, eru nú farnir að finna fyrir áhrifum af þessu.

Á Costa del Sol halda margir efnaðir Rússar til en nú eru þeir í peningavandræðum. Þeir eiga margir hverjir spænska reikninga en vandinn er að þeir geta ekki millifært peninga frá Rússlandi inn á þá. Því geta þeir ekki greitt fyrir mat og þá reikninga sem til falla. Þeir komast heldur ekki heim því ekkert flug er lengur í boði frá Spáni til Rússlands.

El Pais skýrir frá þessu og hefur þetta eftir fjölda rússneskra ríkisborgar á Costa del Sol og rússneskum samtökum á svæðinu.

Marbella er þekkt fyrir að þar er stórt samfélag Rússa en einn af hverjum fimmtíu íbúum er af rússneskum ættum. Bærinn er þekktur fyrir að vera lúxusferðamannabær með dýrum veitingastöðum og stórri höfn. Hann hefur stundum verið nefndur Marbellagrad vegna þess hversu margir Rússar eru þar. Þar eru rússnesk blöð seld í sjoppum, rússnesk útvarpsstöð er rekin þar og auglýsingar um hús til sölu eru margar hverjar með kyrillísku letri.

Svetlana Ciliuta, formaður samtaka Rússa á Costa del Sol, sagði í samtali við El Pais að fólk væri mjög hrætt um hvaða áhrif það hefur að það hefur ekki aðgang að peningunum sínum lengur. Hún sagði að í Marbella búi margar rússneskar fjölskyldur þar sem konan og börnin séu í bænum en maðurinn í Rússlandi og sendi peninga til fjölskyldunnar. Hún sagði að margar fjölskyldur séu háðar millifærslum frá Rússlandi og óttist að geta ekki greitt fyrir mat eða skólagöngu barnanna.

Rússneska elítan hefur einnig uppgötvað Marbella og nágrenni og hermt er að Pútín eigi sjálfur stórt býli, þar sem vín er framleitt, skammt frá bænum. The Olive Press segir að hann hafi keypt það 2012 og greitt sem nemur um 2,7 milljörðum íslenskra króna fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vilja stöðva niðurrif Sæmundarhlíðar – Rísa eigi 11 íbúða blokk sem varpi skugga á nágranna

Vilja stöðva niðurrif Sæmundarhlíðar – Rísa eigi 11 íbúða blokk sem varpi skugga á nágranna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segja gæludýrafrumvarp Ingu ekki duga til – Eigendur brjóti ítrekað reglur, harðar deilur komi oft upp og heimildir til aðgerða skorti

Segja gæludýrafrumvarp Ingu ekki duga til – Eigendur brjóti ítrekað reglur, harðar deilur komi oft upp og heimildir til aðgerða skorti
Fréttir
Í gær

Ár liðið frá hryllingsárásinni á Hafdísi – „Þá mun ég alltaf sigra“ – Myndir

Ár liðið frá hryllingsárásinni á Hafdísi – „Þá mun ég alltaf sigra“ – Myndir
Fréttir
Í gær

Fjórir hestar veiktust og einn drapst eftir að hafa verið innan girðingar ratsjárstöðvar Landhelgisgæslunnar – Orsökin óljós

Fjórir hestar veiktust og einn drapst eftir að hafa verið innan girðingar ratsjárstöðvar Landhelgisgæslunnar – Orsökin óljós
Fréttir
Í gær

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“
Fréttir
Í gær

Þorvaldur Davíð kallar eftir að virðing sé borin fyrir börnunum okkar

Þorvaldur Davíð kallar eftir að virðing sé borin fyrir börnunum okkar