fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Pressan

Skotárásir í Svíþjóð – Einn látinn og annar særður

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. febrúar 2022 06:15

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á ellefta tímanum í gærkvöldi var lögreglunni í Stokkhólmi tilkynnt um skothríð í Skarpnäck. Á vettvangi fundu lögreglumenn karlmann á þrítugsaldri sem hafði verið skotinn. Hann var strax fluttur á sjúkrahús en hann lést þar af völdum áverka sinna.

Aftonbladet segir að dökkur bíll hafi sést yfirgefa vettvang strax eftir að skotunum var hleypt af en TT segir að minnst 10 skotum hafi verið hleypt af.

Lögreglan hóf strax umfangsmikla vettvangsrannsókn og klukkan tvö var einn handtekinn vegna málsins.

Fyrr um kvöldið var maður skotinn í Farsta í suðurhluta Stokkhólms. Þar var maður á þrítugsaldri skotinn í fótlegg. Enginn hefur verið handtekinn vegna þess máls. Lögreglan rannsakar hvort tengsl séu á milli málanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu lík vörubílstjórans þremur mánuðum eftir að hann endaði í holu

Fundu lík vörubílstjórans þremur mánuðum eftir að hann endaði í holu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lifðu af 36 klukkustundir umkringd krókódílum – Stóðu ofan á flugvélarflakinu

Lifðu af 36 klukkustundir umkringd krókódílum – Stóðu ofan á flugvélarflakinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neysla á þessum ávexti lækkar blóðþrýstinginn

Neysla á þessum ávexti lækkar blóðþrýstinginn