fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Helgi Seljan: „Þetta er einfaldlega haugalygi“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 8. febrúar 2022 21:00

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sólveig Anna og Viðar Þorsteinsson afhjúpaðu hundruð milljóna sjálföku í tengslum við fyrirtækið Init. Í kjölfar málsins réðu stjórnendur lífeyrissjóðanna Almar Guðmundsson, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og brottrekinn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, til að passa að ekkert neikvætt kæmi út úr sýndar-rannsókn endurskoðunarfyrirtækis á málinu.“

Svona hefst færsla sem aðgerðarsinnahópurinn Jæja birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þetta er ekki fyrsta færslan sem aðgerðarsinnahópurinn birtir á Facebook til að vekja athygli á formannsframboði Sólveigar Önnu Jónsdóttur í Eflingu. Ljóst er að hópurinn styður Sólveigu í framboðinu.

„Haugalygi“ segir Helgi

Helgi Seljan, blaðamaður Stundarinnar og fyrrum fréttamaður Kveiks, var alls ekki sáttur með þessa færslu hópsins. Hann birti í dag færslu á Twitter-síðu sinni þar sem hann segir það vera „einfaldlega haugalygi“ að Sólveig hafi afhjúpað eitthvað í málinu.

Færsluna sem Helgi birti má sjá hér fyrir neðan:

Maður nokkur spyr þá Helga í athugasemdunum hver hafi afhjúpað þetta ef það var ekki Sólveig. „Kveikur, eða öllu heldur sá sem kom gögnum um það til Kveiks,“ svarar Helgi þá. Kona nokkur segir þá að væntanlega hafi það verið Viðar Þorsteinsson sem kom gögnunum til Kveiks. „Uhh, nei,“ segir Helgi einfaldlega við því.

Ekki ætlunin að draga úr þætti Kveiks

Eftir að Helgi birti færsluna þar sem hann sagði að um haugalygi væri að ræða ákvað aðgerðarsinnahópurinn að uppfæra færsluna. „Það var ekki ætluninn að draga úr þætti Kveiks við að afhjúpa Init málið. Þáttur Kveiks hefði auðvitað átt að fylgja með og biðjumst við velferðingar á að svo var ekki,“ segir í uppfærslu hópsins.

„Samkvæmt okkar heimildum var það Viðar Þorsteinsson (sem kemur margsinnis fyrir í þætti Kveiks) í umboði Sólveigar Önnu sem vakti fyrst athygli á málinu gagnvart Gildi lífeyrissjóði en það var svo Kveikur sem afhjúpaði málið opinberlega og á auðvitað allan heiður skilið fyrir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“