fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Pressan

Fundu gen sem veitir vörn gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. janúar 2022 08:00

Þá vitum við hvernig erfðamengið varð til. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri sænskri rannsókn kemur fram að vísindamennirnir, sem framkvæmdu rannsóknina, hafi fundið sérstakt genaafbrigði sem veitir vörn gegn alvarlegum veikindum af völdum COVID-19. Þessi uppgötvun er mikilvægt skref í átt að skilningi á af hverju sumir veikjast af völdum veirunnar en aðrir fá bara væg einkenni.

Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu og hefur eftir Hugo Zeberg, hjá Karólínskustofnuninni í Svíþjóð, að með þessari uppgötvun verði vinna við þróun lyfja gegn veirunni markvissari. Hann vildi ekki kalla þetta „tímamótauppgötvun“ en sagði niðurstöðuna vera mjög mikilvæga.

Rannsóknin byggir á uppgötvun frá því í árslok 2020 en þá komust vísindamenn að því að ákveðinn hluti af erfðaefninu okkar gerir að verkum að 20% minni líkur eru á að fólk veikist alvarlega af völdum COVID-19. Þá tókst vísindamönnum ekki að finna út úr hvaða gen gerir þetta að verkum en nú hefur sænska rannsóknin varpað ljósi á það.

Þetta genaafbrigði, sem vísindamennirnir fundu, nefnist rs10774671-G. Zeberg sagði að þetta væri gen sem kóði fyrir prótín sem nefnist OAS1 og stýri kerfi sem brjóti RNA-veirur niður en SARS-CoV-2 (veiran sem veldur COVID-19) er RNA-veira. Þetta gen veitir einnig vernd gegn öðrum RNA-veirum, til dæmis lifrarbólgu C. Þetta er afbrigði sem má rekja til Neanderdalsmanna og er enn að finna í sumum.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í Nature Genetics.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál