fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Ronaldo opnar sig um vandamál United – Segist vita leiðina en vill ekki segja hana

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 13. janúar 2022 08:32

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við getum breytt hlutunum,“ sagði Cristiano Ronaldo framherji Manchester United sem segist vita hvert vandamál Manchester United er en vill ekki tjá sig um það. Hann kveðst ekki hafa komið til United til að berjast um miðja deild.

Það hefur gengið mikið á hjá Manchester United frá komu Cristiano Ronaldo til félagsins. Sóknarmaðurinn knái byrjaði með látum en hann hefur ekki fundið sig undanfarið.

„Ég veit ekki hina fullkomnu leið úr vandamálinu því ég er leikmaður en ekki þjálfari. Ég veit reyndar leiðina en ég ræði hana ekki, það er ekki hluti af mínu starfi.“

Ronaldo segist ekki vilja vera hjá félagi sem er ekki að berjast um titla. „Manchester United á að vera á meðal efstu liða að berjast um eitthvað. Ég vil ekki vera hjá félagi sem er að berjast um sjötta eða sjöunda sæti. Ég er hér til að vinna, til að berjast um hluti. Við höfum ekki fundið okkar besta form.“

„Við getum bætt okkur mikið og ef við breytum hugarfarinu þá getum við náð langt.“

Ralf Rangnick tók við þjálfun liðsins á dögunum en liðinu hefur ekkert farið fram á þeim tíma. „Kerfið hans er gott en við verðum að hafa rétt hugarfar á vellinum,“ sagði Ronaldo.

„Það er löng leið fyrir okkur, þú verður að líta í eigin barm og gera betur. Við þurfum að slátra einhverjum hlutum til að byggja upp þá góðu.“

„Ég tel okkur geta endað með gott tímabil, við vitum að það tekur tíma með hugmyndir þjálfarans. Þetta tekur tíma en við verðum að vera atvinnumenn. Leggja meira á okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig
433Sport
Í gær

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil
433Sport
Í gær

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp