fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
433Sport

Arnór Ingvi: „Vanur að vera með Kára, Ragga og Aron að öskra mann í gang“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 17:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnór Ingvi Traustason var fyrirliði Íslands í 1-1 jafntefli gegn Úganda í æfingaleik í dag en leikið var í Belek í Tyrklandi.

„Þetta var kaflaskiptur leikur, við byrjuðum sterkt og náðum þessu marki. Svo förum við aftur á hælana og gerum ekki það sem við lögðum upp með. Í seinni hálfleik fannst mér við þokkalega sprækir, fórum í návigi og unnum seinni boltann,“ sagði Arnór Ingvi að leik loknum.

Þetta var í fyrsta sinn sem Arnór ber fyrirliðabandið og er stoltur af því. „Þetta var skemmtilegt, ég hef aldrei verið fyrirliði áður. Það er ekkert nema heiður að fá að vera fyrirliði landsliðsins. Ég geri þetta glaður aftur.“

Kynslóðaskipti eru í landsliðinu og Arnór er nú einn reynlsumesti leikmaður liðsins.

„Þetta er tvennt ólíkt, maður fann þetta aðeins í nóvember. Þetta er miklu öðruvísi, maður er vanur að vera með Kára, Ragga og Aron að öskra mann í gang. Núna þarf maður að axla ábyrgð og gefa af sér, ég er meira en tilbúinn til þess. Maður er að átta sig á því, við erum með ungt og mjög gott lið. Ef það er eitthvað sem ég get hjálpað til við þá geri ég það glaður,“ sagði Arnór

Um leikinn hafði Arnór þetta að segja. „Þetta var frekar direct hjá þeim, mikið um langa bolta og bak við okkur. Þetta var mikið fram og til baka, við leyfðum það svolítið. Við settum ekki næga pressu á boltamann, þetta var okkur að kenna að stýra ekki leiknum betur. Fínt lið en við áttum að geta gert betur.“

Arnór er leikmaður New England Revolution en liðið var nálægt sigri í MLS deildinni í ár.

„Ég gerði tvö plús og eitt ár við New England. Ég tek það ár og er mjög spenntur fyrir því,“ sagði Arnór.

New England datt úr leik í undanúrslitum gegn New York City sem varð að lokum meistari. Þar var Guðmundur Þórarinsson og gat Arnór samglaðst honum þrátt fyrir vonbrigðin.

„Ég gat samglaðst, það voru fyrstu orð til Gumma eftir leikinn við okkur að þeir ættu að fara alla leið. Hann var fyrsti Íslendingurinn til að klára þetta, þeir voru með rosalega gott lið og var erfiður. Ég samgleðst mjög mikið með Gumma,“ sagði Arnór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“