fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Danskur kvótakóngur dæmdur til að greiða 1,1 milljarð í sekt – 3,2 milljarðar gerðir upptækir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. desember 2021 06:59

Það er ekki ódýrt að kaupa sér fisk í matinn. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn var danski kvótakóngurinn Henning Kjeldsen dæmdur til að greiða 54 milljónir danskra króna, sem svarar til um 1,1 milljarðs íslenskra króna, í sekt fyrir brot á fiskveiðilöggjöfinni. Auk þess voru 162,5 milljónir, sem svarar til um 3,2 milljarða íslenskra króna, gerðar upptækar í ýmsum fyrirtækjum Kjeldsen.

Kjeldsen, sem er 58 ára, var ekki sáttur við dóminn og öskraði á dómarann: „Hvernig í fjandanum getur þú verið dómari?“ og yfirgaf síðan dómsalinn. Dómsforsetinn hafði áður varað hann við og sagt honum að ef hann gæti ekki þagað yrði hann að yfirgefa dómsalinn.

Auk Kjeldsen voru endurskoðandi hans og lögmaður ákærðir auk níu til viðbótar. Málið snerist um að Kjeldsen hafði með aðstoð þessara aðila keypt mun meira af kvóta en lögin heimila. Þessu hafði hann haldið leyndu fyrir yfirvöldum með því að fá aðra til að leppa kaupin fyrir sig, þeirra á meðal var eiginkona hans.

Allir hinir ákærðu voru sakfelldir en einum var ekki gerð refsing sökum ungs aldurs. Allt var fólkið dæmt til að greiða milljónir danskra króna í sekt. Kjeldsen þarf að greiða hæstu sektina 54 milljónir. Einnig voru 162,5 milljónir gerðar upptækar í ýmsum fyrirtækjum sem á pappírunum voru í eigu annarra en var í raun stýrt af Kjeldsen.

Allir hinir dæmdur áfrýjuðu dómnum samstundis til Landsréttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða