fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Pressan

Hún yfirgaf partí í apríl og hvarf – Óhugnanleg uppgötvun

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. desember 2021 05:59

Taylor Pomaski

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 25. apríl síðastliðinn var Taylor Pomaskis, 29 ára, í partíi í Spring í Texas. Enginn hefur séð hana eftir að hún fór úr partíinu. En nú gæti lögreglunni verið að miða áfram við rannsókn málsins eftir óhugnanlega uppgötvun.

Allt frá því að Pomaskis hvarf hefur lögreglan unnið að rannsókn á hvarfi hennar en hún er unnusta Kevin Ware, fyrrum leikmanns í bandarísku ruðningsdeildinni.

Nýlega fann lögreglan „líkamsleifar“ sem hún telur að séu af Pomaskis en það hefur þó ekki enn verið staðfest.

Allt frá því um miðjan maí hefur hvarf hennar verið rannsakað sem morðmál því lögreglan telur eitt og annað í tengslum við hvarf hennar benda til þess að hún hafi verið myrt.

Líkamsleifarnar fundust þegar lögreglan gróf á ákveðnum stað í North Harris County að sögn Ed Gonzalez, lögreglustjóra.

Enginn hefur verið kærður eða handtekinn vegna málsins en grunur hefur beinst að Kevin Ware. Hann var handtekinn þann 11. júní vegna annars máls sem snýst um fíkniefni og skotvopn. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni