fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Fjögur börn létust og nokkur eru alvarlega slösuð eftir að hoppukastali fauk upp í loftið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. desember 2021 05:02

Frá vettvangi. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjögur börn létust og nokkur eru alvarlega slösuð eftir að þau hröpuðu úr 10 metra hæð til jarðar þegar hoppukastali fauk upp í loftið. Þetta gerðist við Hillcrest grunnskólann í Devonport á Tasmaníu í Ástralíu.

Tilkynning um slysið barst um klukkan 10 í dag að staðartíma. Debbie Williams, talskona lögreglunnar, sagði að aðkoman á vettvang hafi verið skelfileg. „Því miður þá get ég staðfest að tvö börn eru látin,“ sagði hún að sögn The Guardian.

Nokkrar þyrlur voru notaðar til að flytja börn á sjúkrahús og fjöldi sjúkraflutningamanna og lögreglumanna var á vettvangi.

Skólanum var lokað eftir slysið og hann verður einnig lokaður á morgun.

Skólinn var að fagna lokum skólaársins og því hafði hoppukastala verið komið fyrir á lóð hans.

Scott Morrison, forsætisráðherra, sagði slysið vera skelfilegt.

Uppfært klukkan 05.50

Tala látinna hefur verið verið uppfærð en nú hefur verið staðfest að fjögur börn eru látin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?