fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Pressan

Fjögur börn létust og nokkur eru alvarlega slösuð eftir að hoppukastali fauk upp í loftið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. desember 2021 05:02

Frá vettvangi. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjögur börn létust og nokkur eru alvarlega slösuð eftir að þau hröpuðu úr 10 metra hæð til jarðar þegar hoppukastali fauk upp í loftið. Þetta gerðist við Hillcrest grunnskólann í Devonport á Tasmaníu í Ástralíu.

Tilkynning um slysið barst um klukkan 10 í dag að staðartíma. Debbie Williams, talskona lögreglunnar, sagði að aðkoman á vettvang hafi verið skelfileg. „Því miður þá get ég staðfest að tvö börn eru látin,“ sagði hún að sögn The Guardian.

Nokkrar þyrlur voru notaðar til að flytja börn á sjúkrahús og fjöldi sjúkraflutningamanna og lögreglumanna var á vettvangi.

Skólanum var lokað eftir slysið og hann verður einnig lokaður á morgun.

Skólinn var að fagna lokum skólaársins og því hafði hoppukastala verið komið fyrir á lóð hans.

Scott Morrison, forsætisráðherra, sagði slysið vera skelfilegt.

Uppfært klukkan 05.50

Tala látinna hefur verið verið uppfærð en nú hefur verið staðfest að fjögur börn eru látin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svefnsérfræðingar segja að þessi svefnstelling geti verið skaðleg

Svefnsérfræðingar segja að þessi svefnstelling geti verið skaðleg
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum