fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

SÞ vara við eftir hitamet á norðurheimskautssvæðinu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 19. desember 2021 07:00

Sífreri í Síberíu bráðnar í svona hita.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allar viðvörunarbjöllur ættu að hringja í kjölfar hitamets á norðurheimskautasvæðinu á síðasta ári segja Sameinuðu þjóðirnar. Þá mældist hæsti hiti sem nokkru sinni hefur mælst á svæðinu eða 38 gráður.

Veðurfræðisstofnun SÞ, WMO, staðfesti mælinguna á þriðjudaginn. Þessi mikli hiti mældist í rússneska bænum Verkhojansk í Síberíu, sem er um 100 kílómetra norðan við heimskautsbaug, þann 20. júní 2020. Veðurfarsmælingar hafa verið stundaðar á þessu svæði frá 1885.

Petteri Taalas, forstjóri WMO, segir að þetta eigi að fá viðvörunarbjöllur til að hringja varðandi loftslagsbreytingar.

Þessi mikli hiti mældist í hitabylgju sem átti sinn þátt í að síðasta ár var eitt af þremur hlýjustu árunum frá upphafi mælinga. Á Suðurskautslandinu mældist 18,3 stiga hiti.

WMO er nú að skoða hvort nýtt evrópskt hitamet verði staðfest en síðasta sumar mældist 48,8 stiga hiti á Sikiley.

Taalas sagði að WMO hafi aldrei áður verð með svo margar rannsóknir á hugsanlegum veðurfarsmetum til rannsóknar eins og nú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“