fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Fréttir

Úraævintýri Óla Geirs endar með tæplega fjórtán milljóna gjaldþroti

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 14. desember 2021 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptalok Nora Watches voru auglýst í í Lögbirtingablaðinu í dag, en þar kemur fram að lýstar kröfur fyrirtækisins hafi verið tæplega fjórtán milljónir, nánar tiltekið 13.779.670 krónur.

Líkt og nafnið gefur til kynna var um að ræða úrafyrirtæki sem stofnað var í byrjun árs 2017. Stofnendur þess voru athafnamaðurinn Ólafur Geir Jónsson, betur þekktur sem Óli Geir, og viðskiptafélagi hans Þorbjörn Einar Guðmundsson.

Sjá einnig: Nora Watches úrskurðað gjaldþrota

Bú Nora watches var tekið til gjaldþrotaskipta 2. september á þessu ári, og þeim lauk þann 8. desember. Fram kemur að engar kröfur hafi fundist í búinu.

DV fjallaði um mál Nora Watches á sínum tíma þegar athugull netverji sakaði Óla Geir um að selja ódýr erlend úr sem eigin hönnun. Svo virtist vera sem samskonar úr væri til sölu á vefsíðunni Gearbest.com þar sem söluverðið var tæplega 4.000 krónur. Almennt kostuðu úr hjá fyrirtæki Óla Geirs að minnsta kosti yfir 15.000 krónur.

Í kjölfar þess eyddi Óli Geir færslu sinni, og lítið heyrðist frá Nora upp úr því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hannes ósáttur við vinnubrögð lögreglu eftir að rithöfundur braust inn til hans og stal af honum tölvu – „Allt málið var fáránlegt“

Hannes ósáttur við vinnubrögð lögreglu eftir að rithöfundur braust inn til hans og stal af honum tölvu – „Allt málið var fáránlegt“
Fréttir
Í gær

Bergþór barmar sér yfir fagnaðarlátum stjórnarliða – „„High five“ virtist gefið á línuna“

Bergþór barmar sér yfir fagnaðarlátum stjórnarliða – „„High five“ virtist gefið á línuna“