fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Úraævintýri Óla Geirs endar með tæplega fjórtán milljóna gjaldþroti

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 14. desember 2021 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptalok Nora Watches voru auglýst í í Lögbirtingablaðinu í dag, en þar kemur fram að lýstar kröfur fyrirtækisins hafi verið tæplega fjórtán milljónir, nánar tiltekið 13.779.670 krónur.

Líkt og nafnið gefur til kynna var um að ræða úrafyrirtæki sem stofnað var í byrjun árs 2017. Stofnendur þess voru athafnamaðurinn Ólafur Geir Jónsson, betur þekktur sem Óli Geir, og viðskiptafélagi hans Þorbjörn Einar Guðmundsson.

Sjá einnig: Nora Watches úrskurðað gjaldþrota

Bú Nora watches var tekið til gjaldþrotaskipta 2. september á þessu ári, og þeim lauk þann 8. desember. Fram kemur að engar kröfur hafi fundist í búinu.

DV fjallaði um mál Nora Watches á sínum tíma þegar athugull netverji sakaði Óla Geir um að selja ódýr erlend úr sem eigin hönnun. Svo virtist vera sem samskonar úr væri til sölu á vefsíðunni Gearbest.com þar sem söluverðið var tæplega 4.000 krónur. Almennt kostuðu úr hjá fyrirtæki Óla Geirs að minnsta kosti yfir 15.000 krónur.

Í kjölfar þess eyddi Óli Geir færslu sinni, og lítið heyrðist frá Nora upp úr því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast