fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Ný rannsókn – Fá börn glíma við langvarandi eftirköst eftir COVID-19

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 18. desember 2021 15:30

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar danskrar rannsóknar sýna að fá börn glíma við langvarandi eftirköst af COVID-19 eða tæplega eitt prósent. Það er því lítið um að börn, sem hafa verið smituð af kórónuveirunni, glími við þreytu, skert lyktar- eða bragðskyn og vöðvaverki.

Í umfjöllun Danska ríkisútvarpsins kemur fram að nánar tiltekið séu það 0,8% smitaðra barna sem verða fyrir barðinu á langvarandi eftirköstum eftir smit. Er þá miðað við að eftirköstin vari lengur en fjórar vikur eftir smit.

Luise Borch, aðalhöfundur rannsóknarinnar og deildarlæknir á barna- og unglingadeild sjúkrahússins í Herning, sagði að niðurstöðurnar sýni að langtímaáhrif á börn séu ekki eins algeng og komið hafi fram í öðrum rannsóknum.

Rannsóknin var gerð í samvinnu vísindamanna á barna- og unglingadeildum sjúkrahússins í Herning, Háskólasjúkrahússins í Árósum og Háskólasjúkrahússins í Álaborg.

Rannsóknin leiddi einnig í ljós að eftirköstin hverfa hjá nær öllum börnum á einum til fimm mánuðum og að þau þarfnist ekki sjúkrahúsinnlagna vegna þeirra.

Rúmlega 30.000 börn á aldrinum 0-17 ára tóku þátt í rannsókninni. Þeim var skipt í tvo hópa. Í öðrum voru börn sem höfðu smitast af veirunni en í hinum, samanburðarhópi, þau sem ekki höfðu greinst með veiruna. Börnin og foreldrar þeirra fengu spurningalista og voru svörin svo borin saman. Í ljós kom að í báðum hópum voru börn sem höfðu glímt við einkenni sem vörðu í meira en fjórar vikur. Ekki er vitað hvað olli því. Borch sagði að hugsanlega hafi börnin í samanburðarhópnum orðið fyrir áhrifum af sóttvarnaaðgerðum (samfélagslokun) eða af annarri veiru sem hafi valdið ákveðnum sjúkdómseinkennum. Þau hafi verið fjarlægð úr rannsókninni og eftir standi 0,8 prósent sem hafi fengið einkenni sem tengist kórónuveirunni.

Vísindaritið European Journal of Pediatrics hefur samþykkt að birta rannsóknina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því