fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

ESB framlengir ókeypis farsímareiki til 2032 – Ísland er með í samningnum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. desember 2021 18:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein vinsælasta aðgerð ESB frá upphafi er væntanlega ákvörðun sambandsins um að farsímanotendur geti notað farsíma sína utan heimalanda sinna án þess að þurfa að greiða aukalega fyrir það. Skiptir þá engu hvort þeir hringja, senda sms eða nota internetið. Nú hafa samningamenn þings sambandsins og aðildarríkjanna náð samkomulagi um að framlengja samninginn um ókeypis farsímareiki fram til 2032 en hann tók gildi 2017.

Áður en þessi samningur tók gildi áttu farsímanotendur himinháa reikninga yfir höfði sér ef þeir leyfðu sér að nota farsíma sína utan heimalandsins. En með tilkomu samningsins gátu þeir óhræddi dregið símann upp erlendis og notað hann án þess að eiga á hættu að fá himinháan reikning.,

Samningurinn gildir fyrir öll 27 aðildarríki ESB og Ísland, Liechtenstein og Noreg. Bretland er ekki lengur með í samningnum enda hefur landið yfirgefið ESB.

Samkvæmt upplýsingum frá Framkvæmdastjórn ESB þá hefur ókeypis reiki gjörbreytt farsímanotkun í álfunni. Sumarið 2019 var gagnanotkunin 17 sinnum meiri en sumarið 2016 en þá hafði samningurinn ekki tekið gildi og verðin því himinhá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim