fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Eyjan

Kristófer Þór ráðinn til Origo

Eyjan
Miðvikudaginn 8. desember 2021 10:30

Kristófer Þór Magnússon Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristófer Þór Magnússon hefur verið ráðinn verkefnastjóri í viðskiptaþróun hjá Origo. Hann mun m.a. koma að markaðsgreiningum, markhópagreiningum, gerð viðskiptaáætlana í samvinnu við vörueigendur ásamt því að vinna að úrbótatækifærum fyrir Origo.

Kristófer kemur frá fyrirtækjaráðgjöf EY á Íslandi þar sem hann var verkefnastjóri og kom helst að kaup- og söluferlum fyrirtækja ásamt stefnumótun fyrir fyrirtæki. Áður var Kristófer ráðgjafi hjá Oliver Wyman í Svíþjóð en þar kom hann að ýmsum verkefnum þ.m.t. stefnumótun hjá fyrirtækjum víðs vegar í Evrópu. Kristófer er með mastersgráðu í verkfræði frá Kungliga Tekniska Högskolan í Stokkhólmi.

,,Við erum heppin að fá Kristófer til liðs við okkur þar sem við erum að styrkja viðskiptaþróun og setja fókus á vörur sem bæta líf fólks og viðskiptavina okkar. Hans greiningarhæfni og reynsla í stefnumótun mun nýtast Origo mjög vel í þeirri vegferð sem við erum á næstu misserin,“ segir Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri á viðskiptaþróunar- og markaðssviði Origo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Messi að skrifa undir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur