fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Pressan

Ómíkron kom mun fyrr til Evrópu en áður var talið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. desember 2021 17:45

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Suður-Afríku tilkynntu um nýtt afbrigði kórónuveirunnar þann 24. nóvember. Það fékk síðan nafnið Ómíkron hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO. Afbrigðið hefur vakið miklar áhyggjur víða um heim því það er talið bráðsmitandi en ekki liggur fyrir hversu alvarlegum veikindum það veldur. Nú hefur komið í ljós að afbrigðið barst mun fyrr til Evrópu en talið var í fyrstu.

Þetta sýna rannsóknir á kórónuveirusýnum sem voru tekin í Belgíu, Hollandi og Þýskalandi. Hollensk yfirvöld segja að afbrigðið hafi komið fram í tveimur sýnum þar í landi á tímabilinu 19. til 23. nóvember. Það þýðir að afbrigðið var til staðar áður en tvær flugvélar frá KLM lentu í Amsterdam þann 26. nóvember en afbrigðið fannst í 14 farþegum sem komu með þeim.

Í Belgíu hefur afbrigðið fundist í sýni frá 22. nóvember og í Þýskalandi í sýni sem var tekið úr flugfarþega sem kom til Frankfurt þann 21. nóvember.

Þrátt fyrir að það hafi verið suðurafrísk heilbrigðisyfirvöld sem tilkynntu fyrst um afbrigðið þá er erfitt að segja til um hvar það kom fyrst fram og ekki er víst að afbrigðið hafi fyrst komið fram í Suður-Afríku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir fann hrollvekjandi bréf á eldhúsborðinu – Daginn eftir fannst dóttir hennar myrt

Móðir fann hrollvekjandi bréf á eldhúsborðinu – Daginn eftir fannst dóttir hennar myrt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Notuðu AirTag til að elta fórnarlömbin: „Versta martröð hverrar fjölskyldu“

Notuðu AirTag til að elta fórnarlömbin: „Versta martröð hverrar fjölskyldu“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Trump lét bólusetja sig aftur gegn COVID

Trump lét bólusetja sig aftur gegn COVID
Pressan
Fyrir 6 dögum

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti