fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Telja að Hæstiréttur Bandaríkjanna muni staðfesta þungunarrofslög Mississippi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. desember 2021 07:10

Hæstiréttur Bandaríkjanna. Mynd/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg hundruð mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan Hæstarétt Bandaríkjanna í Washington í gær en þá tók rétturinn fyrir mál er varðar nýja og stranga þungunarrofslöggjöf Mississippi. Málið er það erfiðasta, varðandi þungunarrof, sem rétturinn hefur tekið fyrir áratugum saman.  Samkvæmt lögunum í Mississippi er þungunarrof óheimilt eftir 15 vikna meðgöngu.

Rétturinn kveður væntanlega ekki upp dóm í málinu fyrr en í júní en sérfræðingar telja, á grundvelli þess sem kom fram fyrir dómi í gær, miklar líkur á að rétturinn muni staðfesta lögmæti þungunarrofslaganna í Mississippi. Níu dómarar sitja í réttinum en aðeins þrír þeirra teljast frjálslyndir.

Bandarískir fjölmiðlar segja líklegt að Hæstiréttur muni gera undantekningu á dómi réttarins í máli Roe vs Wade frá 1973 en sá dómur markaði þáttaskil varðandi rétt kvenna til þungunarrofs í Bandaríkjunum.  Með honum má segja að þungunarrof hafi verið lögleitt í Bandaríkjunum. Lögin koma í veg fyrir að ríki landsins geti bannað þungunarrof á fyrstu 24 vikum meðgöngu.

Við málflutninginn í gær kom að sögn berlega í ljós að íhaldssömu dómararnir styðja hugmyndir um að kasta niðurstöðu dómsins í máli Roe vs Wade algjörlega fyrir róða að sögn New York Times.

Bandarískir fjölmiðlar segja að andrúmsloftið í réttarsalnum hafi verið þrungið spennu og var Stephen Breyer, sem er frjálslyndur, þungorður þegar hann varaði hina dómarana við: „Þið verðið að vera alveg viss,“ sagði hann um niðurstöðuna í þessu mikilvæga máli varðandi rétt kvenna til þungunarrofs.

Ef rétturinn staðfestir lögmæti laganna í Mississippi getur það orðið til þess að þungunarrof verði ólöglegt eða mjög takmarkað í um helmingi ríkja Bandaríkjanna að mati Guttmacher stofnunarinnar sem er rannsóknarstofnun sem styður rétt kvenna til þungunarrofs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi