fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

„Mér hefur aldrei liðið svona illa, ég vildi óska að ég hefði verið bólusettur“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. desember 2021 06:59

Glynn Steel. Mynd:GoFundMe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann „grátbað um bóluefni“ áður en hann var settur í öndunarvél að sögn Emmu Steel, eiginkonu Glynn Steel sem lést nýlega af völdum COVID-19. En það var of seint að bólusetja hann. „Það síðasta sem Glynn sagði við mig var: „Mér hefur aldrei liðið svona illa, ég vildi óska að ég hefði verið bólusettur“.“

Þetta hefur The Sun eftir henni. Glynn hafði ekki viljað láta bólusetja sig og vísaði til þess að hann væri grænmetisæta og hafði áhyggjur af að bóluefnin hefðu verið prófuð á dýrum að sögn Emmu sem hefur sjálf lokið bólusetningu.

Glynn lést á gjörgæsludeild þann 16. nóvember eftir því sem segir á GoFundMe síðu sem Emma setti upp til að safna fyrir útför hans. Hann hafði þá legið á gjörgæsludeild í viku.

Hann ákvað að láta ekki bólusetja sig því hann hafði lesið að lyfjafyrirtæki á borð við Pfizer og Moderna hefðu prófað bóluefnin á dýrum. Það varð til þess að auka á efasemdir hans um bóluefni og bólusetningar.

„Hann var mjög góð sál, hann var grænmetisæta og vildi ekki láta bólusetja sig við COVID-19 af því að bóluefnin voru prófuð á dýrum,“ sagði Emma í samtali við The Sun.

Málin tóku óheillavænlega þróun í október þegar Glynn fékk kvef og greindist síðan með COVID-19. Heilsu hans hrakaði frá degi til dags. Emma hringdi á sjúkrabíl 2. nóvember en ekki var hægt að fá sjúkrabíl þar sem gríðarlegt álag var á sjúkraflutningamenn á þeim tíma. Hún ók honum því sjálf á sjúkrahús en þá var hann orðinn meðvitundarlaus.

Þann 10. nóvember var Glynn lagður í dá eftir að hafa verið settur í öndunarvél. Hann lést 16. nóvember, nokkrum mínútum eftir að slökkt var á öndunarvélinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi