fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Splunkunýr heilbrigðisráðherra hefur áhyggjur af Omicron-afbrigðinu – „Auðvitað hef ég það“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. nóvember 2021 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Willum Þór Þórsson, nýr heilbrigðisráðherra, segist hafa áhyggjur af Omicron-afbrigði kórónuveirunnar en næstu dagar og vikur muni leiða í ljós hverjar afleiðingar afbrigðisins verða í heiminum. Willum ræðir málin við Fréttavaktina á Hringbraut sem fer í loftið klukkan 18:30 í kvöld.

Aðspurður um hvort að COVID-19 væri búið svaraði Willum því til að það hefði nú verið ánægjulegt fyrsta verk í embætti heilbrigðisráðherra að fá að koma með slíka yfirlýsingu, en því miður væri það ekki svo.

„Nei því miður, það væri nú skemmtilegt ef ég gæti hér á fyrsta degi lýst því yfir að COVID væri búið, en svo er ekki. En ég vil líka segja að bæði sá ráðherra sem var hér á undan mér, Svandís Svavarsdóttir, og sóttvarnayfirvöld – sem við köllum –  Þórólfur, Alma og Víðir. Mér finnst þau hafa gert þetta afskaplega vel hingað til og auðvitað þjóðin öll. Og það er mjög mikilvægt að taka bara á þessum málum áfram að yfirvegun, skynsemi og svona læra eftir því sem við tökum skrefin.“

Willum var spurður út í Omicron-afbrigðið og hvort hann hefði áhyggjur af því.

„Já auðvitað hef ég það á meðan við erum svona að afla upplýsinga um það hvaða áhrif það hefur. Við sjáum mjög svona skjót og harkaleg viðbrögð víða þar sem flugleiðum er lokað, og þar fram eftir götum, en við eigum eftir að sjá svona á næstu dögum og vikum hvaða usla þetta afbrigði veldur.“

Klippuna úr viðtalinu má sjá hér fyrir neðan en viðtalið í fullri lengd má sjá í Fréttavaktinni á Hringbraut klukkan 18:30 í kvöld.

Frettavaktin: Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra
play-sharp-fill

Frettavaktin: Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast
Hide picture