fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025

Tónlist að heiman: Ákall um frið í Sómalíu

Kristján Guðjónsson
Mánudaginn 2. apríl 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Najmo Fyasko framhaldsskólanemi sem er fædd í Austur-Afríkuríkinu Sómalíu en hefur búið á Íslandi undanfarin fjögur ár. Lagið sem hún mælir með frá upprunalandi sínu nefnist Nabadaa naas la nuugo leh, en textann segir hún vera ákall til þjóðarinnar um frið og fyrirgefningu. Í texta lagsins er lögð áhersla á að ef stríðið haldi áfram muni Sómalar aldrei geta lifað góðu og hamingjusömu lífi – en til þess þurfi þeir líka nýja stjórnarskrá og almennilegt stjórnkerfi.

„Það sem þetta lag segir mér er hversu sárlega þjóð mín þarf á friði að halda, en það gerist ekki á meðan spillt ríkisstjórn er við lýði. Frá því að stríðið hófst í Sómalíu árið 1991 hefur það fyrst og fremst haft áhrif á hina verst settu – á fátæka fólkið, börn og konur – en flestir sómalískir karlmenn þurfa að berjast fyrir ákveðinn ættbálk í stríðinu,“ útskýrir Najmo.

„Flestir sem eru í ríkisstjórninni, þar með taldir forsetinn og forsætisráðherrann, búa svo erlendis í öruggri fjarlægð á meðan landið logar í stríðsátökum. Börn þessara manna búa í Evrópu og Bandaríkjunum, en ef þessi ríki vissu hvað landið hefur þurft að ganga í gegnum myndu þau raunverulega reyna af öllu hjarta að hjálpa Sómalíu. Þá væri ekki þessi spilling og landið gæti komist upp úr hjólförunum og haldið áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Roy Keane sakar Carragher um taka pressuna af Liverpool

Roy Keane sakar Carragher um taka pressuna af Liverpool
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Magnús kveður eftir 18 ára starf og Þóroddur tekur við

Magnús kveður eftir 18 ára starf og Þóroddur tekur við
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Steingrímur áhyggjufullur og talar um arfavitlausar aðgerðir – „Ef stjórnvöld vilja ekki hlusta á okkur þá er það þeirra val“

Steingrímur áhyggjufullur og talar um arfavitlausar aðgerðir – „Ef stjórnvöld vilja ekki hlusta á okkur þá er það þeirra val“
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Matti Villa í nýtt hlutverk

Matti Villa í nýtt hlutverk
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Biður formlega um sölu frá Manchester United – Áhugi frá London

Biður formlega um sölu frá Manchester United – Áhugi frá London