fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Pressan

Lögðu á flótta og skildu eftir miða handa börnunum sínum – Umfangsmikil leit lögreglunnar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. nóvember 2021 05:59

Richard Ayvazyan og Mariette Terabelian. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ágúst létu hjónina Richard Ayvazyan, 43 ára, og Mariette Terabelian, 37 ára, sig hverfa að heiman en þau búa í Kaliforníu. Þau skildu þrjú börn sín, sem öll eru á unglingsaldri, eftir og skildu miða eftir handa þeim. „Við munum sameinast á ný dag einn,“ stóð á miðanum að sögn lögmanns hjónanna sem sagði að þetta væri ekki endanlega kveðja, þau væru að taka sér smá hlé frá hvert öðru.

Börnin eru 13, 15 og 16 ára. Hjónin voru sakfelld í sumar fyrir umfangsmikil svik í tengslum við heimsfaraldurinn en létu sig hverfa áður en refsing þeirra var ákveðin.

Alríkislögreglan FBI hefur lýst eftir þeim og leitar þeirra nú. Þau voru sakfelld í júní fyrir aðild að umfangsmiklum svikum þar sem reynt var að svíkja peninga út úr sjóðum sem ætlaðir voru fólki sem var í brýnni þörf fyrir fjárhagsaðstoð vegna heimsfaraldursins. Reynt var að svíkja 28 milljónir dollara út úr sjóðunum.

Hjónin létu sig hverfa í ágúst en refsing þeirra var kveðin upp í síðustu viku. Ayvazyan var dæmdur í 17 ára fangelsi og Terabelian í 6 ára fangelsi.

Tracy L. Wilkinson, saksóknari, sagði að hjónin hefðu notað heimsfaraldurinn til að stela milljónum dollara sem voru ætlaðir fólki og fyrirtækjum sem voru í neyð vegna heimsfaraldursins. CNN skýrir frá þessu.

FBI hefur heitið 20.000 dollurum í verðlaun fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku hjónanna. Þau voru sakfelld fyrir samsæri um fjársvik í bönkum, önnur fjársvik og peningaþvætti. Saksóknarar sögðu að hópurinn hefði notað fölsuð og stolin skilríki, þar á meðal skilríki látins fólks, til að senda inn falsaðar umsóknir um 150 styrki og lán úr alríkissjóðum. Peningarnir voru notaðir til að kaupa fasteignir í Kaliforníu, gullmynt, demanta, húsgögn, lúxusúr og Harley Davidson mótorhjól.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Andrés prins var með starfsmannanet til að veiða konur til kynlífs – Hann var með týpu

Andrés prins var með starfsmannanet til að veiða konur til kynlífs – Hann var með týpu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hélt að 11 ára sonurinn væri drukkinn – Það reyndust banvæn mistök

Hélt að 11 ára sonurinn væri drukkinn – Það reyndust banvæn mistök
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari missir starfsleyfið eftir skilaboðaspjall við 15 ára nemanda

Kennari missir starfsleyfið eftir skilaboðaspjall við 15 ára nemanda
Pressan
Fyrir 5 dögum

Neyðarleg færsla um rafmyntarkóng vekur mikla athygli – En er allt sem sýnist?

Neyðarleg færsla um rafmyntarkóng vekur mikla athygli – En er allt sem sýnist?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík