fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Læknar tóku sneiðmynd af heila manns – Trúðu ekki eigin augum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. nóvember 2021 06:59

Sneiðmyndin sýnir bandorminn. Mynd:The New England Medical Journal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Læknum og vísindamönnum brá mjög í brún þegar þeir skoðuðu sneiðmyndir af heila 38 ára karlmanns frá Gvatemala. Maðurinn hefur búið í Boston í Bandaríkjunum í 20 ár. Þegar hann kom á sjúkrahús þar var hann ringlaður, augu hans voru galopin og horfðu upp á við, hann svaraði ekki spurningum lækna.

Hann var sendur í ýmsar rannsóknir áður en niðurstaða lá fyrir um hvað amaði að honum. Á heilasneiðmyndum sást að hann var með bandorm í heilanum og hafði hann líklega verið í heila mannsins í mörg ár.

Þetta kemur fram í The New England Journal of Medicine sem birti grein um málið. News.com skýrir frá þessu.

Bandormur er sníkjudýr sem getur orðið margra metra langt. Fullorðinn bandormur samanstendur af „höfði“ og mörgum liðum. Í liðunum eru mörg egg.

Maðurinn náði sér eftir nokkurra vikna meðferð á sjúkrahúsi.

Fólk getur fengið bandorm ef það borðar hrátt nauta- eða svínakjöt eða hráan fisk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni