fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Illræmdur tölvuþrjótur handtekinn – Hald lagt á hundruð milljóna

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 20. nóvember 2021 13:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumaðurinn Yaroslav Vasinskyi, 22 ára, var nýlega handtekinn í Póllandi. Hann er tengdur hinum illræmda Revil-hópi sem er hópur tölvuþrjóta. Áður en hann var handtekinn höfðu yfirvöld lagt hald á 6,1 milljónir dollara í rafmynt en það svarar til rúmlega 800 milljóna íslenskra króna.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu. Bandarískir embættismenn hafa nú þegar farið fram á að Vasinskyi verði framseldur til Bandaríkjanna.

REvil kom fyrst fram á sjónarsviðið 2019 en hópurinn hefur staðið á bak við fjölda tölvuárása á þekkt bandarísk fyrirtæki.

Hópurinn er einnig sagður hafa staðið á bak við árás á Kaseya tölvufyrirtækið á síðasta ári en fyrirtækið starfar á heimsvísu.

Yevgeniy Polyanin, 28 ára Rússi, er eftirlýstur en hann er talinn samstarfsmaður Vasinskyi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn