fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Pressan

Mörgæs á villigötum – Fór óvart 3.000 kílómetra og endaði á Nýja-Sjálandi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 21. nóvember 2021 10:00

Pingu. Mynd:Harry Singh/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörgæs, sem hefur fengið nafnið Pingu, villtist heldur betur af leið nýlega. Hún er af tegundinni Adélie en náttúruleg heimkynni tegundarinnar eru á Suðurskautinu. En Pingu villtist greinilega af leið og endaði á Nýja-Sjálandi, um 3.000 kílómetra frá náttúrulegum heimkynnum sínum.

Það var Harry Singh sem fann Pingu þegar hann var í göngutúr í Birdlings Flat sem er byggð sunnan við Christchurch. BBC hefur eftir honum að í fyrstu hafi hann talið að um leikfang væri að ræða en þegar Pingu hreyfði höfuðið hafi hann áttað sig á að svo var ekki.

Hann birti mynd af Pingu á Facebook og er ekki annað að sjá á henni en að Pingu sé einmana og á ókunnugum slóðum. „Hún hreyfði sig ekki í klukkutíma . . . og virtist örmagna,“ sagði Singh.

Hann hringdi í Thomas Stracke, sem hefur árum saman bjargað mörgæsum og aðstoðað þær við að komast aftur út í náttúruna, og bað um aðstoð. Stracke brá mjög þegar hann heyrði að um Adélie mörgæs væri að ræða því tegundin heldur aðeins til á Suðurskautinu.  Stracke og dýralæknir handsömuðu Pingu og fluttu i öruggt skjól.

Rannsókn leiddi í ljós að Pingu var aðeins undir kjörþyngd og glímdi við vökvaskort. Við þessu var brugðist með því að gefa mörgæsinni vökva og mat í gegnum rör.

Ætlunin er að sleppa Pingu á öruggri strönd á Banks Peninsula en þar eru engir hundar sem geta ógnað henni.

Þetta er í þriðja sinn sem Adélie mörgæs finnst á Nýja-Sjálandi. Ein fannst 1962 og önnur 1992.

Philip Seddon, prófessor í dýrafræði við Otago háskólann, sagði í samtali við The Guardian að ef Adélie mörgæsir fari að leggja leið sína til Nýja-Sjálands árlega þá sé það mikið áhyggjuefni. Þá hafi eitthvað breyst í sjónum sem við verðum að öðlast skilning og þekkingu á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað