fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Brynjar segist hafa eitt áhugamál fyrir utan almenn leiðindi – „Má segja að þetta áhugamál sé að breytast í þráhyggju“

Eyjan
Sunnudaginn 14. nóvember 2021 13:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, lögfræðingur og fráfarandi þingmaður, segist gjarnan vera spurður að því hvort hann eigi sér engin önnur áhugamál en almenn leiðindi. Þeirri spurningu sé auðsvarað.

„Ég hef oft verið spurður að því hvort ég hafi engin önnur áhugamál en almenn leiðindi. Því er til að svara að ég hef eitt annað áhugamál, sem eru íslenskir áhrifavaldar. Má segja að þetta áhugamál sé að breytast í þráhyggju enda oft mjög áhugavert fólk sem telst til áhrifavalda. Ég tek eftir því að ég er ekki einn með þetta áhugamál. Íslenskir fjölmiðlar gefa okkur daglega góða innsýn í líf þeirra.“

Til að byrja með hafi áhrifavaldar verið fólk á borð við fræga tónlistarmenn og Instagram-áhrifavalda en nú sé tíðin önnur.

„Starf áhrifavaldsins hefur breyst mikið á skömmum tíma. Í upphafi voru þetta bara Bubbi og nokkrar fegurðardísir, sem birtu myndir af sér léttklæddum og fræddu okkur um tísku og skemmtanalífið. Nú eru þessir sömu áhrifavaldar orðnir aktivistar í loftslagsmálum, femínisma og útilokunarmenningu.“

Brynjar hefur tekið eftir því að nokkrir áhrifavaldar sem leggi stund á aktívisma hafi greint frá því að glíma við kvíða og kulnun og nú hafi þeir sent frá sér skýr skilaboð.

„Eins og í öðrum erfiðum störfum er farið að bera á kulnun og kvíða hjá áhrifavöldum. Og við sem höfum glímt við kulnun og kvíða fengum skýr skilaboð frá áhrifavöldum; Það er alveg óþarfi að mæta í vinnuna þegar við erum þreytt og leið. Hvernig væri líf okkar eiginlega ef við hefðum ekki þessa áhrifavalda?“

Vísar Brynjar þar í umræðuna sem nú á sér stað á samfélagsmiðlum – einkum Twitter – um að það sé í fínu lagi að nýta veikindadaga til að huga að sér andlega, svo sem vegna þreytu, streitu, álags eða depurðar.

Sjá einnig: Edda segir fólki að nota veikindadagana sína – „Andleg bugun er valid ástæða“ – „Aumingjavæðing er mín skoðun“

Fjölmargir tala undir með Brynjari í athugasemdum og furða sig á viðhorfi ungu kynslóðarinnar. Enn tók sig þó til og benti á að líklega hafi Brynjar sjálfur sent þessi sömu skýru skilaboð. En fyrir ári síðan var greint frá því að Brynjar, þá þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefði ákveðið upp á sitt einsdæmi að hætta að mæta á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar en þá hafði hann ekki mætt á fundi nefndarinnar í rúman mánuð og óskað eftir lausn undan nefndarsetu sökum þess að hann taldi starf hennar vera „leikþættir og sýndarmennska“.

Í fyrra var jafnframt greint frá því að þegar Brynjar lagði fram tíu fyrirspurnir á þingi í maí á seinast ári hafi hann aðeins lagt fram eitt frumvarp og eina fyrirspurn á sjö ára þingferli sínum. Fyrirspurningar sem hann lagði fram þarna í maí vörðuðu kostnað hvers ráðuneytis fyrir sig við að svara fyrirspurnum þingmanns Pírata, Björns Levís Gunnarssonar. Brynjar hafði þá einnig verið uppnefndur „latasti þingmaðurinn“ en í samtali við Eyjuna hafði hann þetta að segja um viðurnefnið:

„Svo er það ekki merki um dugnað þingmanna að flytja vitleysis fyrirspurnir og frumvörp í gríð og erg um hluti sem engu máli skiptir. Þarna er nóg af einhvers konar jaðarfólki sem gerir lítið annað en að þyrla upp moldvirði í stað þess að vera í pólitík og hugmyndafræði og sannfæra fólk um hvar hagsmunir þeirra liggi. Má ég þá frekar biðja um óduglegt fólk.“

Sjá einnig: Brynjar vísar ásökunum um leti á bug – „Ég er í liði – Einkaflipp eru ekki vel séð“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hallgrímur vandar Katrínu ekki kveðjurnar- „Er einhver munur á VG og XD?“

Hallgrímur vandar Katrínu ekki kveðjurnar- „Er einhver munur á VG og XD?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?